Úrval - 01.10.1943, Side 73
ÓLENKA
71
var slíkur hreinleiki yfir öllu lífi
hennar. Hún og herlæknirinn
töluðu aldrei um þá breytingu,
sem orðið hafði á vináttu þeirra.
Þau reyndu líka að leyna henni,
en mistókst það. Ólenka gat
ekki dulið neitt. Þegar starfs-
bræður læknisins komu til hans,
hellti hún teinu í bollana, reiddi
fram kvöldverðinn og talaði við
þá um búfjársjúkdóma, gin- og
klaufaveiki og sláturhús bæj-
arins. Læknirinn var súr á svip-
inn, og þegar gestirnir voru
farnir, þreif hann hönd henn-
ar og sagði reiðilega:
„Bað ég þig ekki að leggja
ekki orð í belg um það, sem þú
hefir ekki vit á? Þegar læknar
ræða um fræðileg efni, skalt þú
ekki blanda þér í þær umræður.
Þú verður aðeins til athlægis
með því.“
Hún ieit á hann, undrandi og
óttaslegin, og spurði:
„En Vólódiska! Hvað á ég að
tala um?“
Og hún vafði örmunum um
háls honum og bað hann, með
tárin í augunum, að vera ekki
reiðan. Og þau voru bæði sæl.
En hamingja þeirra varð
skammvinn. Herlæknirinn var
sendur brott með herdeild sinni,
sem flutt skyldi til fjarlægs
staðar einhvers staðar austur í
Síberíu. Ólenka varð ein eftir.
Og nú var hún alein. Faðir
hennar var dáinn fyrir löngu,
og hægindastóllinn hans lá
rykfallinn uppi í þakherbergi, og
það var brotin undan honum ein
löppin. Hún varð föl og mögur,
og fólk, sem mætti henni á göt-
unum, horfði ekki á hana eins
og það var vant að gera og
brosti ekki. Blómaár hennar
voru auðsýnilega liðin, glötuð
og gleymd, og nýtt og uggvæn-
legt tímabil, sem bezt var að
hugsa sem minnst um, var fyrir
höndum.
Á kvöldin sat Ólenka á dyra-
þrepinu, og hljóðfæraslátturinn
og lúðrahljómurinn frá skemmti-
staðnum barst henni til eyrna.
En það hafði engin áhrif á hana.
Hún rýndi tómlega út í garð-
inn, hugsaði ekki neitt, æskti
einskis, og þegar kvöldsett var,
gekk hún til hvílu. Hana
dreymdi ekkert, nema auðan
garðinn. Hún nærðist með nauð-
ung og tregðu.
En verst var þó af öilu, að
hún hafði ekki neinar skoðanir
iengur. Hún sá og skynjaði allt,
sern gerðist kringum hana, en
hún gat ekki myndað sér nein-
ar skoðanir um það. Og hversu