Úrval - 01.10.1943, Side 73

Úrval - 01.10.1943, Side 73
ÓLENKA 71 var slíkur hreinleiki yfir öllu lífi hennar. Hún og herlæknirinn töluðu aldrei um þá breytingu, sem orðið hafði á vináttu þeirra. Þau reyndu líka að leyna henni, en mistókst það. Ólenka gat ekki dulið neitt. Þegar starfs- bræður læknisins komu til hans, hellti hún teinu í bollana, reiddi fram kvöldverðinn og talaði við þá um búfjársjúkdóma, gin- og klaufaveiki og sláturhús bæj- arins. Læknirinn var súr á svip- inn, og þegar gestirnir voru farnir, þreif hann hönd henn- ar og sagði reiðilega: „Bað ég þig ekki að leggja ekki orð í belg um það, sem þú hefir ekki vit á? Þegar læknar ræða um fræðileg efni, skalt þú ekki blanda þér í þær umræður. Þú verður aðeins til athlægis með því.“ Hún ieit á hann, undrandi og óttaslegin, og spurði: „En Vólódiska! Hvað á ég að tala um?“ Og hún vafði örmunum um háls honum og bað hann, með tárin í augunum, að vera ekki reiðan. Og þau voru bæði sæl. En hamingja þeirra varð skammvinn. Herlæknirinn var sendur brott með herdeild sinni, sem flutt skyldi til fjarlægs staðar einhvers staðar austur í Síberíu. Ólenka varð ein eftir. Og nú var hún alein. Faðir hennar var dáinn fyrir löngu, og hægindastóllinn hans lá rykfallinn uppi í þakherbergi, og það var brotin undan honum ein löppin. Hún varð föl og mögur, og fólk, sem mætti henni á göt- unum, horfði ekki á hana eins og það var vant að gera og brosti ekki. Blómaár hennar voru auðsýnilega liðin, glötuð og gleymd, og nýtt og uggvæn- legt tímabil, sem bezt var að hugsa sem minnst um, var fyrir höndum. Á kvöldin sat Ólenka á dyra- þrepinu, og hljóðfæraslátturinn og lúðrahljómurinn frá skemmti- staðnum barst henni til eyrna. En það hafði engin áhrif á hana. Hún rýndi tómlega út í garð- inn, hugsaði ekki neitt, æskti einskis, og þegar kvöldsett var, gekk hún til hvílu. Hana dreymdi ekkert, nema auðan garðinn. Hún nærðist með nauð- ung og tregðu. En verst var þó af öilu, að hún hafði ekki neinar skoðanir iengur. Hún sá og skynjaði allt, sern gerðist kringum hana, en hún gat ekki myndað sér nein- ar skoðanir um það. Og hversu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.