Úrval - 01.10.1943, Page 76
74
ÚRVAL
Ólenka hjalaði við hann og
gaf honum te, og henni varð
eins hlýtt innan brjósts og hún
ætti þenna dreng sjálf.
Um kvöldið sat hann í borð-
stofunni og blaðaði í skólabók-
um sínum. Hún horfði ástúð-
lega á hann og muldraði í barm
sinn:
„Yndið mitt, ljósið mitt! Mér
finnst þú svo vænn og fallegur
drengur.“
„Eyja kallast landsvæði, sem
er algerlega umflotið sjó eða
vatni,“ las hann.
„Eyja kallast landsvæði um-
flotið sjó,“ endurtók hún —
fyrsta fullyrðingin um óviðkom-
andi hluti, sem komið hafði yfir
varir hennar í mörg ár.
Hún hafði öðlazt skoðanir að
nýju, og við kvöldverðarborðið
ræddi hún við foreldra Sösju um
það, hve menntaskólanámið
væri þungt, en eigi að síður væri
stúdentsmenntun meira verð
heldur en verzlunarmenntun,
því að þeim, sem stúdentsprófi
hefðu lokið, stæðu allir vegir
opnir. Þeir gætu orðið læknar,
ef þeir kysu það, og þeir gætu
orðið verkfræðingar, ef þeim
þætti það fýsilegra.
Sasja hóf skólanámið. Móðir
hans fór kynnisför til systur
sinnar í Kharkoff og kom aldrei
aftur.
Faðir hans var dag hvem
út og suður við að bólusetja bú-
fénað manna, og stundum liðu
jafnvel svo þrír dagar, taldist
Ólenku til, að enginn skeytti um
drenginn. Hann var aleinn
heima og hlaut að vera glor-
svangur. Hún tók hann þá til
sín í álmuna og gerði þar lítið
herbergi handa honum.
Ólenka kom til hans á hverj-
um morgni. Þá lá hann sofandi
með vangann á handleggnum
og bærðist ekki fremur en hann
drægi ekki andann. Það var
synd að vekja hann, fannst
henni.
„Sasjenka,“ sagði hún gæti-
lega, „vaknaðu, vinur. Þú verð-
ur að fara í skólann."
Hann reis upp við dogg,
klæddi sig, þuldi bænir sínar og
drakk te. Hann drakk þrjú glös
af tei og át tvær stórar kexkök-
ur og hálfan smjörsnúð. Hann
var ekki vaknaður til fulls og
því hálf önugur.
„Kanntu nú dæmisöguna þína
nógu vel, Sasjenka?“ sagði
Ólenka og horfði á hann eins og
hann væri að leggja af stað í
langa ferð. „Þú verður að vera
iðinn og námfús, og þú átt að