Úrval - 01.10.1943, Page 76

Úrval - 01.10.1943, Page 76
74 ÚRVAL Ólenka hjalaði við hann og gaf honum te, og henni varð eins hlýtt innan brjósts og hún ætti þenna dreng sjálf. Um kvöldið sat hann í borð- stofunni og blaðaði í skólabók- um sínum. Hún horfði ástúð- lega á hann og muldraði í barm sinn: „Yndið mitt, ljósið mitt! Mér finnst þú svo vænn og fallegur drengur.“ „Eyja kallast landsvæði, sem er algerlega umflotið sjó eða vatni,“ las hann. „Eyja kallast landsvæði um- flotið sjó,“ endurtók hún — fyrsta fullyrðingin um óviðkom- andi hluti, sem komið hafði yfir varir hennar í mörg ár. Hún hafði öðlazt skoðanir að nýju, og við kvöldverðarborðið ræddi hún við foreldra Sösju um það, hve menntaskólanámið væri þungt, en eigi að síður væri stúdentsmenntun meira verð heldur en verzlunarmenntun, því að þeim, sem stúdentsprófi hefðu lokið, stæðu allir vegir opnir. Þeir gætu orðið læknar, ef þeir kysu það, og þeir gætu orðið verkfræðingar, ef þeim þætti það fýsilegra. Sasja hóf skólanámið. Móðir hans fór kynnisför til systur sinnar í Kharkoff og kom aldrei aftur. Faðir hans var dag hvem út og suður við að bólusetja bú- fénað manna, og stundum liðu jafnvel svo þrír dagar, taldist Ólenku til, að enginn skeytti um drenginn. Hann var aleinn heima og hlaut að vera glor- svangur. Hún tók hann þá til sín í álmuna og gerði þar lítið herbergi handa honum. Ólenka kom til hans á hverj- um morgni. Þá lá hann sofandi með vangann á handleggnum og bærðist ekki fremur en hann drægi ekki andann. Það var synd að vekja hann, fannst henni. „Sasjenka,“ sagði hún gæti- lega, „vaknaðu, vinur. Þú verð- ur að fara í skólann." Hann reis upp við dogg, klæddi sig, þuldi bænir sínar og drakk te. Hann drakk þrjú glös af tei og át tvær stórar kexkök- ur og hálfan smjörsnúð. Hann var ekki vaknaður til fulls og því hálf önugur. „Kanntu nú dæmisöguna þína nógu vel, Sasjenka?“ sagði Ólenka og horfði á hann eins og hann væri að leggja af stað í langa ferð. „Þú verður að vera iðinn og námfús, og þú átt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.