Úrval - 01.10.1943, Síða 82
80
ÚRVAL
sagt, að hann hafi gert aðra til-
raun til þess að bjarga lífi hins
milda spámanns. Hann frestaði
aftökunni. En Gyðingarnir, æst-
ir upp af prestunum, urðu frá-
vita af reiði. Það höfðu áður
orðið mörg uppþot í Jerúsalem
og það voru fáir rómverskir
hermenn í nágrenninu. Róm-
versku yfirvöldunum í Cæsareu
var tilkynnt, að Pílatus hefði
„látið ánetjast af kenningum
Naðverjans“. Um alla borgina
var safnað undirskriftum und-
ir kröfuskjöl, þess efnis, að
Pílatus væri kallaður heim,
vegna þess að hann væri f jand-
maður keisarans. Þú veizt, að
landstjórar okkar hafa strang-
ar fyrirskipanir um að forðast
alvarlega árekstra við hina út-
lendu þegna. Til þess að forða
landinu frá borgarastyrjöld,
fórnaði Pílatus að lokum fanga
sínum, Jósúa, sem tók örlögum
sínum með miklum virðuleik og
fyrirgaf öllum þeim, sem hötuðu
hann. Þegar hann var krossfest-
ur, hrópaði múgur Jerúsalems-
borgar til hans ókvæðisorðum
og hló að honum.
Þetta var það, sem Jósep
sagði mér, og tárin runnu niður
skorpnar kinnar hans. Ég rétti
honum gullpening, þegar ég fór,
en hann neitaði að taka við hon-
um og bað mig að gefa hann
einhverjum, sem væri fátæk-
ari en hann. Ég spurði hann
einnig nokkurra spurninga um
vin þinn, Pál. Hann hafði þekkt
hann lítilsháttar. Hann virðist
hafa verið tjaldsaumari, en
hvarf frá því starfi, til þess að
prédika orð hins elskandi og
fyrirgefandi guðs, sem var svo
ólíkur Jahve, sem Gyðingaprest-
arnir eru alltaf að fræða okkur
um. Síðar virðist Páll hafa ferð-
ast mikið um Litlu-Asíu og
Grikkland, og kennt þrælunum,
að þeir væru allir börn hins
sama elskandi föður og að sæla
bíði allra, ríkra og fátækra, sem
kappkostað hafi að lifa heiðar-
legu lífi og hafi líknað þjáðum
og vesælum.
Ég vona, að ég hafi svarað
spurningum þínum, svo að þér
líki. Mér virðist þetta mál vera
ósköp meinlítið, að því er öryggi
ríkisins snertir. Sannleikurinn
er sá, að við Rómverjar höfum
aldrei skilið íbúa þessa skatt-
lands. Mér þykir leitt, að vinur
þinn Páll, hefir verið drepinn.
Ég vildi, að ég væri kominn
heim aftur. Það mælir
þinn frændi,
Gladius Ensa.