Úrval - 01.10.1943, Side 83
Hinn lífeðlisfrœðilegi þáttur kynferðis..
Úr bókinni: „The Physiology of Sex“,
eftir prófessor Kenneth Walker.
ALLIR þeir, sem eitthvað
hafa lesið í lífeðlisfræði,
vita, að þótt kynferðislífið sé
nátengt æxluninni, er tilvist þess
ekki alltaf nauðsynleg. Frum-
stæðasta æxlunaraðferðin —
sú aðferð, sem vér þekkjum hjá
bakteríum og öðrum örsmáum
verum — er skipting. Hver ein-
staklingur skiptist í tvennt og
myndar tvo nýja einstaklinga.
Við þessa æxlunaraðferð verður
afkvæmið ekki aðeins aðskil-
inn hluti af foreldrinu, heldur
verður allt foreldrið afkvæmi.
Þegar líf þess hættir sem ein-
staklings, lætur það ekki eftir
sig lík, heldur lifir það allt
áfram í afkvæmum sínum. Það
glatar sjálfund sinni, en losnar
með því við að deyja.
Þessi æxlunaraðferð þekkist
víðar en hjá einfrumungum.
Hún á sér einnig stað hjá ýms-
um sæfíflategundum og ormum.
En stundum verður hún með
þeim hætti, að hlutirnir verða
misstórir. Sá minni verður að-
eins angi eða brumknappur.
Þessu fylgir sá kostur, að for-.
eldrið heldur einstaklingseðli
sínu, kostum hins fullvaxna
dýrs. Anginn, sem af dettur,
verður að þroskast upp í nýjan,
fullvaxta einstakling, en for-
eldrið lifir áfram óskertu lífi.
Það varðveitir þannig sjálfund
sína, en hlýtur á hinn bóginn að
deyja fyrr eða síðar. Aðeins
lítið brot af foreldrinu lifir
áfram í afkvæminu, og þess
vegna er aðeins lítill hluti þess
ódauðlegur.
Svo virðist sem kynferði ætti
að vera algerlega óþarfur eigin-
leiki hjá þessum óæðri dýrateg-
undum. En við nánari athugun
verður, jafnvel hjá einfrum-
ungum, vart við eiginleika, sem
ef til vill mætti kalla upphaf
kynferðis. Þó að amaban æxlist
við skiptingu, virðist svo sem
hæfileiki hennar til að tímgast
þannig sé ekki ótakmarkaður.
Stundum virðist eins konar sam-
skipti tveggja amaba nauðsynleg
til að skipting geti haldið áfram.
Með þessum samskiptum er-