Úrval - 01.10.1943, Page 85
HINN LlFEÐLISFRÆÐILEGI ÞÁTTUR KYNFERÐIS
83
með einstaklingunum, ef árang-
urinn er neikvæður. Ef við
höldum okkur við þessar kenn-
ingar erfðafræðinganna, verður
ljóst, að þær lífverur, sem gera
flestar slíkar tilraunir, hafa
meiri möguleika til að detta
niður á þá eiginleika, sem gagn-
Iegir reynast, heldur en þær,
sem gera fáar tilraunir, og
standa því betur að vígi í lífs-
baráttunni. En ef tíðar stökk-
breytingar eru þannig ótvíræð-
ur kostur fyrir kynstofninn,
verður jafnframt ljóst, að ef
tveir einstaklingar leggja sam-
an hæfileika sína til stökkbreyt-
inga, verða möguleikarnir til
f jölbreytni í niðurstöðum marg-
falt meiri en ella.
Þannig eru þá skýringar
erfðafræðinganna á kostum
þeim, sem fylgja kynæxlun. —
Stökkbreytingarnar eru hrá-
efnið, sem val náttúrunnar
vinnur úr, leirinn í höndum
myndhöggvarans. Sú f jölbreytni
í stökkbreytingum, sem fæst
við kynæxlun, gerir leirinn með-
færilegri og mótunarhæfari í
hendi myndhöggvarans. Eins
og þekkingu okkar er nú hátt-
að, er þetta eina skýringin, sem
við getum gefið á því, hvers
vegna kynferðislífið verður æ
ríkari þáttur í æxluninni, því
lengra sem komið er á þróun-
arbrautinni, unz þetta tvennt
verður loks óaðskiljalegt, hjá
okkur mönnunum.
Hjá einfrumungunum verður
öll sú starfsemi, sem nauðsyn-
leg er til viðhalds lífinu, að
fara fram innan takmarka þess-
arar einu frumu. Hjá fjölfrum-
ungum eða stærri lífverum verð-
ur sérhæfing einstakra fruma
möguleg. Sumar taka að sér að
annast um næringu lifverunnar,
aðrar verndun og enn aðrar
hreyfingu. Mjög snemma á þess-
ari þróunarbraut sérhæfingar-
innar er ákveðnum frumum fal-
ið að annast um æxlunina. Þess-
ar frumur, sem kallaðar eru
kynfrumur, bera ábyrgð á við-
haldi kynstofnsins, og aðeins
hjá þeim lífverum, sem hafa
þessar frumur, er hægt að tala
um kynferði. Kynfrumurnar eru
í nokkrum atriðum frábrugðnar
öllum öðrum frumum líkamans.
Eitt sérkenni þeirra er það, að
efni þau, sem þær eru gerðar
úr, eru sjálfum sér nægjandi,
og búa yfir öllum þeim eigin-
leikum, sem nauðsynlegir eru
til að skapa nýjan einstakling.
Ein kynfruma er ekki fær um
að skapa nýjan einstakling, en