Úrval - 01.10.1943, Page 90
88
ttRVAL
hátt, er þeir tignuðu skógana
og skógarguðina. Það væri hlut-
verk Hitlers, að endurvekja
þessa gömlu trú með því að
vinna þetta „þýzka hráefni“
vísindalega.
En hvað sem þessum kenn-
ingum líður, þá hefir þýzkum
efnafræðingum tekizt dásam-
lega í rannsóknum sínum á
trjáviðnum. Ein meginorsök
þess, að hemaðarmáttur og sið-
ferðisþrek þýzku þjóðarinnar
brast árið 1918, var skortur á
þrem tegundum nauðsynja:
Mat, fatnaði og flutningatækj-
um. I núverandi stríði eru allar
þessar nauðsynjar unnar úr
trjáviðnum.
Matur.
Ýmsar sýrur hafa þau áhrif
á tré, að „ligninin“ aðskilja sig
cellulosinu og breyta því í við-
arsykur. Þessi efnabreyting
kallast hydrolysis.
Yfir tuttugu verksmiðjur í Ev-
rópu störfuðu að þessum trjá-
viðar-hydrolysis í byrjun styrj-
aldarinnar. í Svíþjóð, Finnlandi,
Sviss, Mið-Evrópu og á Balkan-
skaga hafa nú slíkar verksmiðj-
ur verið reistar, sem framleiða
viðarsykur úr úrgangi trjávið-
arins, aðallega sagi. Miklu af
þessum viðarsykri er ekki breytt
í krystalla,, heldur notaður til
neyzlu sem síróp, eða til fram-
leiðslu á ethyl-alcoholi. Mik-
ið af hinum þýzka, ,,Schnapps“
og hinu víðfræga sænska
,,Aquavitae“ er unnið á þann
hátt.
Eggjahvítuefnin em mikilvæg
í fæðu mannsins og flestra dýra.
Án þeirra verða vöðvavefimir
slappir og mótstöðuafl líkam-
ans gegn berklum minnkar að
mun. Þetta er ein aðalorsök
þess, að á styrjaldartímum
eykst dánartala berklaveikra
mjög. Þjóðverjar afla sér nú
eggjahvítuefna með því að
framleiða ölger úr viðarsykri.
Þetta ölger inniheldur 55% af
hreinum eggjahvítuefnum, jafn
mikið og gott nautakjöt. Árleg
framleiðsla Þjóðverja á slík-
um eggjahvítuefnum nemur
meira en eitt hundrað þúsund
smálestum, sem nægir til að
fullnægja eggjahvítuefnaþörf
alls þýzka hersins. Og lögð er
áherzla á að auka þessa fram-
leiðslu svo, að einnig verði hægt
að fullnægja þörfum verka-
fólksins, sem flutt hefir verið
frá landbúnaðinum til hergagna-
verksmiðjanna.
Jafnvel á friðartímum er víð-