Úrval - 01.10.1943, Page 92
90
tTRVAL
vinnuaðferðum hefir framleiðsl-
an aukizt úr 65 lítrum úr hverri
smálest af úrgangi árið 1939
upp í 180 lítra. Þannig fá Þjóð-
verjar um það bil 450 millj. lítra
af iðnaðarspíritus, sömu teg-
undar og Bandaríkin framleiða
úr sýrópi eða komi.
Allur þessi spíritus er ekki
notaður til að auka eða bæta
benzín. Nokkuð af honum fer til
þess að framleiða reyklaust púð-
ur, nitro-glycerin og önnur
sprengiefni. Sumt er einnig not-
að til að greiða úr öðram erfið-
leikum samgangnanna. Viðar-
sykri er breytt í ,,butadiene“
og síðan í ,,buna“-gúmmí. Önn-
ur svipuð gúmmívinnsla — t. d.
hin nýfundna sænska Thiokol-
aðferð — er nærri eingöngu
byggð á úrgangi frá trjáviðar-
iðnaðinum.
Þjóðverjar hafa einnig skýrt
frá því, að þeir hafi fundið að-
ferð til að vinna benzín beint
úr tré. Til þessa eru auðvitað
fræðilegir möguleikar, þar sem
benzín og olíur eru ekki annað
en jurtaleifar, sem hafa orðið
fyrir hita og þrýstingi frá nátt-
úrunnar hendi. Slíkri efnabreyt-
ingu er hægt að koma í kring
með vísindalegum aðferðum.
Árið 1936 sögðu þýzkir efna-
fræðingar, að viðar-benzínið
væri bezta benzín, sem þekktist.
Þrátt fyrir það er höfundi þess-
arar greinar ekki kunnugt um
mikla slíka framleiðslu, og þó að
til séu a. m. k. tvær verksmiðj-
ur, sem framleiða þetta „Holz
Benzin", þá hefir hanri ástæðu
til að ætla, að framleiðslan sé
ekki ennþá komin af tilrauna-
stigi, og hafi í byrjun verið gert
of mikið úr kostum þessa ben-
zíns.
Smurningsolía er jafn mikil-
væg fyrir vélknúin farartæki
og eldsneytið. Evrópuþjóðirnar
bæta nokkuð úr smurningsolíu-
skorti sínum með því að eima
trjábúta. 27. marz 1942 skýrði
verzlunarmálaráðherra Svía frá
því, að „framleiðsla smurnings-
olíu úr trjáviði gerði þjóðinni
kleift að halda vélknúnum far-
artækjum sínum gangandi
næstu tvö ár.“ Nú framleiða
Svíar 25 þús. smálestir af þykkri
vélaolíu árlega með viðareim-
ingu.
Með því að láta stríðs-
fanga og aðra ,,vinnu-þræla“
vinna við að rífa upp viðarbúta
í skógunum fyrir eimingarverk-
smiðjurnar, hafa Þjóðverjar
auðveldað smurningsolíufram-
leiðslu sína.