Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
í n a. Menn verða að gera sér
Ijóst, að hægt er að stunda
skógrækt eins og hverja aðra
jarðrækt; að hægt er að planta
trjám, rækta þau, uppskera
þau, planta síðan öðrum trjám
í staðinn og endurnýja þannig
pkóginn í sífellu; að tréð má
höggva og hagnýta, en að skóg-
urinn er raunverulega eilífur.
☆ ☆
Gáta.
Tvöfaldaðu númerið á húsinu, sem þú átt heima í. Bættu 5
við. Margíaldaðu útkomuna með 50. Bættu síðan aldri þínum
við (undanbragðalaust). Bættu við það dagafjöldanum í árinu.
Dragðu 615 frá því, og verða þá tvær öftustu tölurnar aldur
þinn, en hinar húsnúmerið þitt.
— Savannah Rotary.
Heitasta óskin.
Skipreika sjómann rak upp á eyðieyju. Þegar hann var búinn
að vera þar í níu ár, sá hann einn morgunn hvar stór áma rak
upp að ströndinni og á ámunni sat ung og falleg stúlka. Þegar
áman tók niðri, stökk stúlkan í land og sagði:
„Halló! hvað ertu búinn að vera lengi á þessu eyðiskeri?“
,,Níu eða tíu ár,“ sagði sjómaðurinn.
„Guð komi til!“ sagði stúlkan. „Þá skal ég svei mér gefa þér
dálítið, sem þú hefir áreiðanlega ekki fengið í öll þessi ár.“
„Drottinn minn dýri!“ sagði sjómaðurinn. „Þú ætlar þó ekki
að segja mér, að það sé bjór á þessari ámu?“
— Tatler and Bystander.
Hollráð.
Nýr þingmaður kom til Disraeli, forsætisráðherra Breta til
að spyrja hann ráða.
„Pinnst yður, að ég sem nýr þingmaður eigi að taka þátt i
þessum umræðum?“ spurði hann.
„Ég held ekki,“ sagði Disraeli. „Það er miklu betra fyrir yður,
að þingheimur furði sig á því, að þér skylduð ekki taia, heldur
en að hann furði sig á því, að þér skylduð taka til máls.“
— Toronto Globe and Mail.