Úrval - 01.10.1943, Page 98
ÞaS hefir sína kosti
að hafa kalt blóð.
Skjaldbaka til skemmtunar.
Þáttur úr „The Atlantie Monthly",
eftir Wallace Stegener.
C KRIÐDÝRIN eru flestum
^ mönnum hvimleið. Sú er
ástæðan til þess, að mér hefir
aldrei tekizt að skýra það fyrir
kunningjum mínum, hvers vegna
ég hefi svo miklar mætur á
Akkilles, sem raun er á. Þegar
skriðdýr er nefnt, þá dettur
flestum fyrst í hug, að þar sé
átt við eitthvað sem sé kalt,
eitrað og í alla staði ógeðslegt.
Sagan um Adam og Evu hefir
valdið skriðdýrunum óbætanleg-
um álitshnekki. Mönnum finnst
það fjarstæða, að hægt sé að
hafa skriðdýr að ,,uppáhaldi“.
En þó var Akkilles þetta, og
mér þótti vænt um hann einmitt
af því að hann v a r ómann-
eskjulegur.
Vissulega var hann skriðdýr,
með köldu blóði, en hann var
meinlausastur allra dýra, góð-
látur æringi í aðra röndina, en
í hina heimspekingur. Á milli
bakskeljarinnar og brjóstbrynj-
unnar, sem voru honum skjól
fyrir vondri veröld, lifði hann
lífinu í ró og friði. Letilegur
var hann í öllum athöfnum sín-
um, og virtist vera ánægður
með tilveruna. En eðli hans var
í alla staði óskylt mannlegu eðli.
Eina skiptið á æfinni, sem örl-
aði á mannlegum tilfinningum
í brjósti hans, laust ólánið hann
með heljarþunga sínum.
Akkilles var eyðimerkur-
skjaldbaka, þeirrar tegundar,
sem um eitt skeið voru alkunn-
ar í Hollywood undir nafninu:
„Hollywood-rúmhræður“, vegna
þess, að þá höfðu kvikmynda-
stjörnurnar tekið upp þá tízku,
að útvega sér þessi meinlausu
skriðdýr og hafa þau undir
rúmum sínum, til þess að hræða
með þeim þernurnar, þegar þær
komu inn til þeirra á morgnana,
— og þær vildu sofa lengur. En
engin kvikmyndastjarna hefir
nokkurntíma kynnzt til hlítar
hæfileikum þessarar rúmhræðu
sinnar. Ef svo hefði verið, þá