Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 99
SKJALDBAKA TIL SKEMMTUNAR
97
væri hundar og kettir jafn sjald-
séðir í Kaliforníu og höggorm-
ar eru á írlandi, en eyðimerkur-
skjaldbökurnar hefði komið
þeirra í stað og erft dálætið,
sem fólkið hefir á þessum dýr-
um. Hér skal gerður lítilshátt-
ar samanburður: kettir geta
klórað og hundar bitið. Akkilles
hefði engum getað nokkurt mein
gert, þó að hann hefði reynt
það, — en honum hefði heldur
aldrei dottið slíkt í hug. Kettir
og hundar bera sýkla, fá á sig
Iýs og flær, sem einnig eru
sýklaberar. Sýklar og flær
mundu aldrei hafa getað þrif-
ist á harðri og hálli skel Akkill-
esar. Hægt var að þvo af hon-
um ryk og óhreinindi fyrirhafn-
arlítið, með garðsprautunni, og
halda honum svo jafn hreinum
og sótthrginsuðum og sjúkra-
hússkurðstofu. Bæði hundar og
kettir eru næmir fyrir allskon-
ar kvillum, geta orðið óðir fyr-
irvaralaust, eru að flækjast á
strætum úti, hræða krakka, svo
að þau fara að skæla, og verða
undir bifreiðum og eru limlest-
ir eða drepnir. Akkilles var al-
gjörlega ónæmur fyrir kvillum
og ha,nn var ódrepandi.
Hann skreiddist að vísu út á
götu, það er satt, og þrisvar
sinnum var ekið yfir hann, en
þegar hann heyrði hvininn í
skrímslinu, sem vildi hann feig-
an (þ. e. bifreiðinni), lagðist
hann niður, svo að skeljar-brún-
irnar námu við götuna, og hann
var þá til að sjá eins og hver
annar „umferðar-hnappur“ í
götunni, og sakaði ekki, þó að
yfir hann væri ekið. Eitt sinn
ók vöruflutninga-bifreið á hann
á fleygiferð, en kom einhvern-
veginn þannig við hann, að hann
tókst á Ioft, og hentist eins og
gúmmíknöttur út í forarpoll í
göturennunni. Þar lá hann kyrr
og bærði ekki á sér, þangað til
jarðskjálftinn var um garð
genginn, — en þá stakk hann
hausnum út undan bak-skelinni,
skimaði í allar áttir, og fór síð-
an að klóra sig upp úr forar-
pollinum. Það hefði ekki verið
hægt að granda honum, þó bar-
ið hefði verið með sleggju ofan
á bakið á honum.
Hann var fádæma þrifinn
og þurfti ekki að kenna honum
neinar húsvenjur. Hann lá aldrei
í gangvegi fyrir manni á miðj-
um gangdreglinum, eins og sið-
ur er katta og hunda, sem síðar
urra eða hvæsa, stórum móðg-
aðir ef manni verður á, í ógáti,
að stíga ofan á þá. Bilið undir