Úrval - 01.10.1943, Page 102

Úrval - 01.10.1943, Page 102
100 ÚRVAL eins og öldungaráðsmaður, og beitti mikið flötum afturfótun- um. Eftir vetrardvalann hékk húðin í fellingum á hálsi hans og fótleggjum, grátt, gamalt og dautt leður, — en látið þið ykkur ekki koma til hugar, að hann hafi kippt sér upp við það, þó að hann væri eins og leik- húsflón á að líta! Ekki aldeilis, hann Akkilles! Hann gerði sér hins vegar far um það, beinlínis, að sýna sig: stóð á tánum til þess að láta ljós og loft leika um sig, inn undir skelinni. Hann teygði úr öllum skönkum og skók sig, og gerði allt, sem hann gat sjálfur gert til þess að snurfusa sig sem bezt, og hann reyndi jafnvel að hoppa upp af gólfinu. f stuttu máli; hann lék á als oddi. Og þegar ég tók hann upp, til þess að klóra honum á hálsinum, eða þreifaði undir skelina og kitlaði hann í arm- krikanum, dillaði hann rófunni og löppunum, en annars dró úr honum allan mátt af unaðinum, sem þessi vinahót mín veittu honum. Og ekki var trútt um að mér sýndist vera kýmniglott í augum hans, — ég held, að ekki hafi verið hægt að nefna það annað. Á vorin var það hans mesta yndi, að fá góðan mat. Hann var tjóðraður á grasflötinni fyrir framan húsið okkar með streng, sem dreginn var í gegnum gat, er ég hafði borað á skelbrynjuna hans, framanvert. Og svo át hann gras eins og hross, reif upp vænar tuggur, með því að. kippa hausnum til hliðar á víxl, rétti síðan úr hrukkóttum hálsinum, og tugði og saug grasið, en ánægja og unaður glampaði í augum hans. Á einum eftirmiðdegi gat hann snöggbitið tíu ferfeta blett, sem var þá eins hreinlega frágengið, og hann hefði verið klipptur með grasklippum. Vatn drakk hann eins og teprulegasta hæna, deif snjáldrinu í vatnið, en lyfti síðan hálsi og haus hátt í loft upp, til þess að láta það renna ofan í sig, — en glotti um leið sínu kýmnilega glotti til áhorfenda, ef einhverjir voru. Fóðrið, sem hann fékk, var haft all breytilegt, og enginn, sem þekkti nokkuð til hans„ vildi verða af þeirri skemmtun að gefa honum eitthvað að éta, sem honum geðjaðist að. Eink- um þótti honum allskonar græn- meti gott, svo sem blómkái og ýmiskonar baunir, og ef mér hefði haldist lengur á honum en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.