Úrval - 01.10.1943, Síða 106
Vegna þess að kuldi dregur úr aliri iíffærastarfsemi,
er nú farið að nota hann með miklum árangri til
deyfingar, og lækninga á taugaáföllum.
Upphaf ísaldar á sviði skurðlœkninga.
eftir Bareiay Moon Newmau.
Grein úr „Hygeia“,
íy'ULDINN, erfðafjandi mann-
‘^ kynsins, er nú orðið mátt-
ugt vopn í höndum læknavís-
indanna til deyfingar á undan
skurðaðgerðum og til ýmissa
annarra læknisaðgerða. Lækna-
blað eitt segir, að kuldinn sé
„eitt frjósamasta svið nýrra
möguleika, sem bíði nútíma
!æknavísinda.“
Ef læknarnir hefðu ekki fyrir
nokkru byrjað að taka ísinn í
þjónustu sína, mundi Jakob W.
sennilega ekki vera í tölu lif-
enda. Jakob var 83 ára og blóð-
rás hans var treg. Hann meiddi
sig á fæti og hljóp kolbrandur
í sárið. Hann var lagður inn á
sjúkrahús New York-borgar,
og læknamir komust að þeirri
niðurstöðu, að taka yrði af
honum fótirrn.
Jakob var heppinn að lenda
í þessu sjúkrahúsi, því að ein-
mitt þar hafði Lyman Weeks
Crossman læknir og samstarfs-
menn hans gert tilraunir með
notkun íss til deyfingar við
skurðaðgerðir af þessu tagi.
Það var bundið um fótleggiim
á honum til að hefta blóðrás, og
síðan var lagcLr mulinn ís við
fótinn í einn klukkutíma. Að þvl
búnu var troðið bómull í eyrun
á honum, og hlíf sett fyrir fram-
an hann, svo að hann gæti
hvorki heyrt né séð þá aðgerð,
sem fram fór, þegar fóturinn
var tekinn af honum. Engin
svæfingarlyf voru notuð. Dof-
inn, sem ísinn olli, nægði. Jakob
var hress í anda á meðan á að-
gerðinni stóð, og skömmu á eft-
ir borðaði hann staðgóðan há-
degisverð með beztu lyst. Hann
fékk enga ógleði — og það sem
mestu máli skipti — hann fékk
enga aðkenningu af taugaáfalli.
Batinn var skjótur og eðlilegur.
I Oak Park, Illinois, var R. T.
McElvenny læknir kallaður til
manns, sem orðið hafði undir