Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 108
106
ÚRVAL
með staðbundnum ísdeyfingum,
voru konmar svo langt áleiðis
árið 1938, að hann áleit tima-
bært að gera tilraunir til að
iækna krabbamein með því að
kæla allan líkamann. Aðferð
þessi gat reynzt mjög hættuleg.
Sjúklingar hans voru því aðeins
sjálfboðaliðar, sem ekki beið
annað en dauðinn hvort eð var
innan fárra mánaða.
Ein af þessum nafnlausu
hetjum var lögð í mulinn ís upp
að höku. Líkamshitinn féll fljótt
niður í 32 gráður og þar var
honum haldið í 18 klukkustund-
ir. Líðan sjúklingsins var í
fyrstu ekki góð; hann hafði
ákafan skjálfta, en ekki kvalir.
Líkamshita annars sjúklings
var haldið niðri í 32 gráðum í
fjóra sólarhringa. Með bættum
aðferðum tókst smám saman að
lækka líkamshitann enn meira.
Margir af þessum sjúklingum
virðast hafa losnað við allar
kvalir í vikur og jafnvel mán-
uði eftir að aðgerðin fór fram,
en ekki hefir tekizt að lækna
krabbamein með þessari aðferð.
Um sömu mundir fóru fram
á rannsóknarstofu dr. Frede-
rick M. Allen í New York merki-
legar tilraunir á dýrum. Þessar
tilraunir leiddu í ijós, að þegar
tekið var haft af æð, sem sett
hafði verið til að stöðva blæð-
ingu, en haft of lengi og of þétt,
losnaði um leið um eiturefni,
sem valdið gat taugaáfalli og
dauða. Dr. Allen setti blóðhaft
á afturfót á rottu og kældi fót-
inn næstum niður að frost-
marki. Það kom í ljós, að með
því að kæla fótinn þannig, mátti
hafa blóðhaftið tíu sinnum leng-
ur á, heldur en við venjulegt
hitastig, án þess að rottuna sak-
aði. Þessar tilraunir dr. Allens
leiddu tii þess, að Crossman
læknir og aðstoðarmenn hans
við sjúkrahús New York-borg-
ar hófu tilraunir þær með ís-
deyfingu, sem fyrr getur.
ísdeyfing við skurðaðgerðir
er ekki svo þrautreynd ennþá,
að vitað sé, að hve miklu gagni
hún getur komð í stríði. En eitt
virðist nokkurn veginn öruggt:
Þegar um taugaáföll er að ræða
— og flestir særðir hermeim fá
taugaáfall — er hin hefðbundna
skoðun um nauðsyn þess, aö
haldið sé hita á sjúklingnum,
ekki rétt. Eftirfarandi ummæli
er að finna í blaði ameríska
læknafélagsins, „Journal of the
American Medical Association“:
„Líðan sjúklings með taugaáfall
virðist betri, ef þess er gætt, að