Úrval - 01.10.1943, Side 110
Ertu gáfaður?
Úr „The American Magazine",
eftir dr. phil. John Henry Cutler.
Hérna legg ég fyrir þig 22 spurningar. Ég veit, aö þú munt
svara þeim öllum, og sjálfur ertu sannfærður um, að öll svörin.
séu rétt. Ef þú skyldir samt verða fyrir vonbrigðum, þegar þú
flettir upp á bls. 127, þá skaltu hugga sjálfan þig með þvi að
láta einhvern kunningja þinn spreyta sig á spurningunum.
Ef þú svarar öllum spurningunum rétt ertu tvímælalaust
einstakt gáfnaljós. Og þó að þú gerir allt að fimm villum, get-
urðu verið harðánægður. Allir meðalgreindir menn ættu að geta
leyst rétt úr að minnsta kosti 10 spurningum.
1. Ef 3 kettir geta drepið 3
rottur á 3 mínútum, hve lengi
eru þá hundrað kettir að drepa
100 rottur?
2. Einn „viskí og sódi“ kost-
ar 55 cent. Viskíið er 50 centum
dýrara en ,,sódinn“. Hve mikið
kostar þá sódinn?
3. Lítill Indjáni og stór Ind-
jáni ganga saman eftir götu.
Litli Indjáninn er sonur stóra
Indjánans, en stóri Indjáninn
er ekki faðir litla Indjánans.
Hvað er stóri Indjáninn þá?
4. Hvort er rétt: 8 og 8 er 15,
eða 8 og 8 eru 15?
5. Er leyfilegt, að maður gift-
ist systur ekkju sinnar?
6. Api hefir hrapað niður í 30
feta djúpa gjótu. Á hverjum
morgni klifrar hann þrjú fet:
upp, en hrapar niður tvö fet að
kvöldi. Eftir hvað marga daga
kemst hann upp á brún með
þessu móti?
7. Niðri í skúffu eru geymd
10 pör af svörtum og 10 pör af
hvítum sokkum. Ef þú ferð ofan
í skúffuna í myrkri, hvað þarftu
þá að taka marga sokka upp til
að vera viss um að fá eitt par
af samstæðum sokkum?
8. Ef þú tekur tvö epli af
þrem, hvað hefirðu þá mörg?
9. Lestin, sem ég ætla með,.
fer eftir tvær mínútur og ég á
eftir að ganga tvær mílur til
járnbrautarstöðvarinnar. Ef ég
geng fyrri míluna með 30 mílna
hraða á klukkustund, hve hratt