Úrval - 01.10.1943, Page 114
FLICKA
CKÖMMU eftir skólauppsögn,
^ um miðjan júní, voru eink-
unnarbækurnar afhentar. Bók
Kennies varð fjölskyldu hans
mikil hneykslunarhella.
„Ef ég ætti fola,“ sagði
Kennie, „myndi ég standa mig
betur.“
Rob McLaughlin horfði hvasst
á son sinn. „Fræddu mig á því,
svona fyrir fo.rvitnissakir,“
pagði hann, „hvernig ferð þú að
því að fá n ú 11 á prófi? Fjóra
í reikning; tvo í sögu! En
n ú 11 ? Svona okkar á milli
sagt — hvað hefir þú eiginlega
í kollinum?"
„Já,“ segðu okkur hvernig
þú ferð að því, Ken,“ tísti í
Howard.
„Borðaðu matinn þinn, Ho-
ward,“ sagði móðir hans með
þykkju.
Kennie beygði glókollinn yfir
diskinn, svo að varla sást fram-
an í hannj Hann var eldrauður
í kinnum.
McLaughlin lauk við að
drekka kaffið og ýtti stólnum
frá borðinu. „Þú verður að lesa
lexíurnar þínar einn klukku-
tíma á dag í alit sumar.“
Neil McLaughlin sá, að Kennie
hrökk við eins og hann hefði
verið sleginn.
Lexíur og nám að sumarlagi,
þegar dagarnir voru ekki nógu
langir til þess að hann gæti ann-
að því, sem hann langaði til að
gera!
Kennie var í þungu skapi.
Hann horfði út um opinn glugg-
ann með örvæntingarfuliu
augnaráði. Hæðin gegnt húsinu,
sem var klædd beinvöxnum
furuskógi, sást mjög greinilega
í hinu tæra f jallalofti. Allt land-
ið var baðað sterku sólskini og
hvarvetna blöstu við skærir
litir.
Ken varð að líta niður á
diskinn sinn, til þess að komast
hjá að fella tár. Svo sneri hann
sér að föður sínum og sagði
kæruleysislega: „Get ég hjálp-
að þér í hestaréttinni í dag,
pabbi?“
„Þú verður að lesa lexíurnar
þínar á hverjum morgni, áður
en þú snertir á öðru.“ Og það