Úrval - 01.10.1943, Side 115
FLICKA
113
buldi í eldhúsgólfinu undan hin-
um þungu reiðstígvélum Mc-
Laughlins, þegar hann gekk til
dyra. „Ég skammast mín fyrir
þig. Komdu, Howard.“
Howard stikaði á eftir föður
sínum og leit ekki á Kennie.
Þegar verið var að borða
kvöldmatinn, sagði Kennie: ,,En
pabbi, Howard var ekki nema
átta ára, þegar hann eignaðist
fola. Hann tamdi hann sjálfur,
hjálparlaust. Nú er Howard ell-
efu ára og Háfeti þriggja vetra,
fulltaminn. Ég er orðinn níu ára,
og þó að þú gæfir mér fola
núna, þá yrði ég samt á eftir
Howard, því að tamningin tæki
brjú ár og þá væri ég orðinn
tólf ára.“
Nell hló. „Það er engin
skekkja í þessum útreikningi.“
En Rob sagði: „Howard fær
aldrei lægra en sjö í aðaleinkunn
í skólanum."
Kennie svaraði engu. Hann
gat ómögulega botnað í þessu.
Hann lagði mikið að sér og lá
klukkutímum saman yfir bók-
unum. Það var talið þjóðráð, ti'l
þess að fá góðar einkunnir, en
það var allt til einskis. Allir
sögðu, að hann væri vel gefinn.
Hvemig stóð þá á því, að hann
gat ekki lært, þótt hann læsi?
Hann var haldinn óljósum grun
um, að hann liti ef til vill held-
ur oft út um gluggann, eða
horfði gegnum veggina á skýin
og hæðirnar, og væri að velta
því fyrir sér, hvað gerðist þar
úti. Svo hringdi bjallan og tím-
inn var búinn.
Ef hann ætti fola . . .
Þegar drengirnir voru háttað-
ir um kvöldið, settist Nell
McLaughlin við að stoppa í
sokka og bæta föt. Hún leit á
mann sinn.
Hann sat við skrifborðið eins
og venjulega, og færði búreikn-
ingana. Hann var þungbúinn á
svipinn með áhyggjuhrukku
milli augnanna.
Rob og Kennie voru raunar
líkir, hugsaði NelL með sér. Rob
var sauðþrár, ef hann hafði
tekið eitthvað í sig. Hann hafði
fengið áhuga á hestum og bú-
skap, þegar hann var riddara-
iiði í West Point; hann hafði
sleppt stöðu sinni í hernum, að-
eins vegna hestanna. Jæja, hon-
um hafði hlotnazt það, sem
hann sóttist eftir . . .
Hún andvarpaði og sleit þráð-
inn. Það er ekki nema hálfsögð
sagan, þó að maður fái það, sem
maður þráir. 3000 ekm land og
100 hesta. En að láta búskap-