Úrval - 01.10.1943, Síða 116
114
TÍRVAL
inn bera sig —. Þau höfðu ver-
ið að reyna að láta hann bera
sig í meira en áratug. En það
var erfitt . . .
Allt í einu hnykkti hún til
höfðinu, stolt og ögrandi. Rob
var alltaf að berjast við eitt-
hvað, eins og Kennie; kannske
eins og hún sjálf. Jafnvel fyrstu
árin, þegar vatnið hafði ekki
verið leitt inn í húsið, og hverj-
um degi fylgdu nýir erfiðleikar
— hve ánægð hafði hún ekki
verið! Og hve hún var ánægð
enn!
Hún var að stoppa í sokk af
Kennie. Hún undraðist, hvað
hann var langur. Já, drengirnir
stækkuðu ört, og Kennie —
Kennie og folinn . . .
Eftir andartak sagði hún:
„Gefðu honum Kennie fola,
Rob.“
„Hann á það ekki skilið.'1
Svarið var stutt. Rob ýtti blöð-
unum til hliðar og tók upp píp-
una sína.
Hún hætti að sauma. „Hann
vill endilega eignast fola. Hann
hefir ekki hugsað um annað,
síðan Howard fekk sinn.“
„Ég hefi enga trú á því, að
það sé rétt að múta börnum, til
þess að þau geri skyldu sína.“
„Þetta eru ekki mútur.“
„Nú — hvað viltu kalla það?“
Hún var hugsi. „Mér finnst
Ken vera svo duglaus," sagði
hún og leit í augu Robs, „og
það er kominn tími til þess að
hann breytist. Það eru ekki að-
eins einkunnirnar; ég er bara
orðin þreytt á að sjá hann lypp-
ast niður við allt, sem hann tek-
ur sér fyrir hendur.“
„Ég er farinn að halda, að
hann sé auli.“
„Hann er ekki auli. Og ef
Jiann ætti fola, og gæti tamið
hann og riðið honum, þá gæti
vel verið . . .“
Rob tók fram í fyrir henni:
„En það er enginn barnaleikur
að temja fola. Ég ætla ekki að
láta kæruleysið í Ken eyðileggja
fyrir mér gott hestsefni. Hann
er hringlandi. Hann tollir aldrei
við neitt.“
„En honum myndi þykja
ákaflega vænt um folann sinn,
Rob. Ef hann gæti tamið hann,
gæti það breytt honum mikið.“
„Ef hann gæti það! Það er
spumingin!“
Næsta morgun sagði faðir
Kennies við hann: „Komdu út í
hlöðu, þgar þú ert búinn að
lesa. Ég ætla að fara og líta á