Úrval - 01.10.1943, Síða 119
FLICKA
117
þögull, afskiptalaus og varkár.
Ken einn vissi, hvaða breyt-
ing var orðinn á högum hans.
Honum þótti svo vænt um
hryssuna sína, að hjarta hans
söng. Stundum var hann gripinn
svo mikilli gleði og stolti, að
hann gerðist niðurlútur, svo að
fjölskyldan sæi ekki Ijómann í
augum hans.
Honum hafði alltaf verið ljóst,
að hann myndi velja þessa
hryssu, af því að honum leizt
svo vel á hana. Eitt sinn, fyrir
ári síðan, þegar hann hafði
verið að vinna í áveituskurði
með Gus, sænska vinnumannin-
um, höfðu þeir komið auga á
Flugu, þar sem hún stóð graf-
kyrr undir hæðardragi.
,,Ég skal veðja, að hún er bú-
in að eignast folald,“ sagði Gus,
og þeir gengu hægt í áttina til
hennar. Fluga hneggjaði snöggt,
hrissti hausinn og tók á rás.
Þegar þeir komu á staðinn, sáu,
þeir folaldið; það skalf og titr-
aði og gat varla staðið á fótun-
um. Það hneggjaði ofurlítið og
skjögraði síðan á eftir móður
sinni.
„Sko til — þetta er lítil
f 1 i c k a !“ sagði Gus.
„Hvað þýðir f 1 i c k a, Gus?“
„Það þýðir lítil stúlka, á
sænsku, Ken . . .“
Yfir kvöldborðinu sagði Ken:
„Þið sögðuð að hún hefði ekki
verið kölluð neinu nafni. Ég hefi
skírt hana. Hún heitir Flicka.“
Það fyrsta, sem þurfti að
gera, var að ná 1 hryssuna og
koma henni í hús. Hún gekk í
stóði á fjallinu, sem var allt
sundurskorið af giljum og
gljúfrum.
Þeir fóru allir í leiðangurinn;
Ken sem eigandinn, reið gamla
Brún, vitrasta hestinum, sem
faðir hans átti.
Ken varð alveg frá sér num-
inn, þegar hann sá hryssuna
sína í stóðinu, sem tók þegar á
rás yfir f jallið. Hún var svo fót-
viss að undrum sætti. Það var
eins og hún svifi yfir gljúfrin
og hún var alltaf tvær hest-
lengdir á undan hópnum. Bleikt
faxið og taglið flaksaðist í vind-
inum og háir, velvaxnir fæturn-
ir komu varla við jörðina. Hún
var hreinn og beinn töfrafákur
í augum Kens.
Hann sat þama hreyfingar-
laus og hélt við gamla Brún,
þegar faðir hans geystist fram-
hjá og hrópaði: „Hvað er að?