Úrval - 01.10.1943, Síða 121
FLICKA
118
ist fremur en gefist upp. Þetta
eru fallegir gripir og fljótir, en
ég segi þér það enn, drengur
minn, — þetta eru vandræða-
skepnur!“
Kennie varð niðurlútur undir
augnaráði föður síns.
„Ef ég fer að eltast við hana
aftur, þá gefst ég ekki upp,
hvað sem á gengur — skilurðu
það?“
„Já.“
„Hvað segirðu þá?“
„Mig langar til að eiga hana.“
Þeir náðu hryssunni aftur.
Það tókst betur í þetta sinn.
Hún gerði að vísu tilraun til að
sleppa, en það mistókst.
Stóðið var rekið til fjalls.
Kennie stóð fyrir utan hesthús-
ið og hlustaði á hófaskellina,
hneggið og krafsið inni. Flicka
var þama inni! Hann var renn-
votur af svita.
„Við skulum láta hana jafna
sig,“ sagði Rob um miðdegis-
verðartíma, „svo skulum við
vatna henni og gefa henni
tuggu.“
En þegar þeir komu í hest-
húsið, var Flicka hvergi sjáan-
leg. Einn glugginn, fyrir ofan
stalhnn, var brotinn.
Svæðið kringum hesthúsið
var girt með gaddavír. Rétt við
hesthúsvegginn stóð heyvagn,
og bak við hann hafði hryssan
falið sig. Þegar mennirnir nálg-
uðust, þaut hún af stað.
„Hún er eins og móðirin —
fer beint á vírinn,“ sagði Rob.
„Ég skal veðja, að hún stekk-
ur yfir,“ sagði Gus; „hún stekk-
ur eins og köttur.“
„Enginn hestur getur stokkið
.yfir þessa girðingu,“ sagði Mc-
Laughlin.
Kennie sagði ekkert, af því að
hann gat ekki mælt orð frá vör-
um. Þetta var ef til vill hræði-
legasta augnablikið í lífi hans.
Hann starði á hryssuna, sem
geystist í áttina til girðingar-
innar.
Þegar hún var nokkra faðma.
frá girðingunni, sveigði hún til
hliðar og hljóp meðfram henni.
„Hún sneri við! Hún sneri
við!“ hrópaði Kennie með grát-
stafinn í kverkunum. Þetta var
fyrsti vonarneistinn — merki
þess, að hryssunni væri ekki alls
varnað. „Hún hefir áttað sig!“
Hryssan sveigði alltaf til hlið-
ar, þegar hún kom að girðing-
unni, en hún hélt áfram sprett-
inum og skyggndist stöðugt um
eftir möguleika, til þess að kom-
ast út. Þegar hún komst að
raun um, að allar leiðir voru