Úrval - 01.10.1943, Side 127
FLICKA
125
Gus dró Plicku upp á bakk-
ann, og þegar hann sá, að
Kennie var dofinn af kulda og
hálf máttlaus, tók hann dreng-
inn upp og bar hann heim.
„Gus,“ sagði Ken, og tennurn-
ar glömruðu í munni hans, —
„skjóttu hana ekki, Gus.“
„Ég ræð engu um það, Ken.
„Það veiztu.“
„En henni er bötnuð hitasótt-
in, Gus.“
„Bíddu nú svolítið, Ken ..
Rob McLaughlin ók til Lar-
annie, til þess að sækja lækni,
því að skjálftinn í Ken rénaði
ekki. Þegar hann kom með
Iækninn, var búið að hátta Ken
og vefja hann teppi.
Meðan læknirinn var að
hrissta niður hitamælirinn, leit
Ken biðjandi á föður sinn.
„Henni getur batnað núna,
pabbi. Hitasóttin er farin. Hún
hvarf, þegar tungiið gekk und-
ir.“
„Allt í lagi drengur minn.
Hafðu engar áhyggjur. Gus gef-
ur henni, kvölds og morgna,
meðan hún er . . .“
„Á meðan ég get ekki gert
það,“ skaut Kennie inn í, glaður
í bragði.
Læknirinn stakk mæhnum í
munn hans og sagði honum að
halda honum lokuðum.
Gus varð oft hugsað til
hryssunnar, meðan hann var að
sinna störfum sínum þennan
dag. Hann hafði ekki litið eftir
henni. Hann hafði engar skip-
anir fengið. Væri hún lifandi,
átti hann að skjóta hana. En
Kennie var veikur, og ef til
vill hafði húsbóndinn gleymt
hryssunni.
Eftir kvöldmat gengu þeir
Gus og Tim niður að læknum.
Plicka lá endilöng á bakkanum,
og það var ekki auðvelt að sjá,
hvort hún væri lifandi eða dauð.
Þegar þeir voru komnir alveg
að henni, lyfti hún hausnum.
„Guð komi til!“ hrópaði Tim
upp yfir sig; „Þama er hún!“
Höfuð hryssunnar hneig aft-
ur niður, en hún lyfti því enn
á ný og fór að brjótast um,
eins og hún væri að reyna að
standa upp.
„Sko til,“ sagði Gus, „hún er
að styrkjast.“ Hann tók út úr
sér pípuna og hugsaði sig um.
þrátt fyrir allar skipanir, ætlaði
hann að reyna. að bjarga skepn-
unni. Það var ómögulegt að
bregðast Ken, eftir allt, sem á
undan var gengið.
„Eg ætla að bregða teppi
undir kviðinn á henni, Tim, og