Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
koma henni á fæturna."
Það var glaða tunglsljós. Þeir
reistu tvo staura, sinn hvoru
megin við hryssuna, hnýttu
reipi í teppið og drógu hana upp
með trissu.
Flicka virtist kunna vel við
sig í teppinu, enda þótt fætur
hennar næmu tæpast við jörð-
ina. Hún teygði sig eftir vatns-
fötunni, sem Gus kom með til
hennar.
Kennie var lengi veikur og
var mjög hætt kominn. En
Flicka dafnaði. Gus sagði Nell
tíðindin daglega, og Nell skýrði
síðan Ken frá þeim. „Hún étur
alla hafrana." „Við erum búnir'
að taka hana úr teppinu." „Hún
er farin að stíga í veika fótinn.“
Tim sagði, að þetta væri
kraftaverk og ekkert annað.
Þeir voru að þrátta um málið
yfir kvöldmatnum.
,Nei,“ sagði Gus. „Það var
kalda vatnið, sem vann á hita-
sóttinni. Og meira en það —
það var Ken — heldurðu að
það hafi ekki haft neina þýð-
ingu, að hann sat þarna yfir
henni alla nóttina og sagði:
„Ekki að gefast upp, Flicka. Ég
er hérna hjá þér. Við erum
héma bæði“ . . .“
Tim starði á Gus án þess að
svara. Hann var hugsi. Kyrrð-
in var rofin af ýlfri sléttuúlfa
langt í fjarska; og vindurinn
þaut í furatjánum á fjallinu.
Gus tróð tóbaki í pípuna
sína.
„Jú,“ sagði Tim að lokum,
,,jú, þú hefir rétt fyrir þér.“
Svo rann dagurinn upp, þeg-
ar Rob McLaughlin stóð bros-
andi við rúm Ken’s og sagði:
„Hlustaðu! Heyrirðu nokkuð?“
Ken lagði eyrun við og heyrði
p.ð Flicka hneggjaði hátt og
ákaflega.
„Hún heldur sig ekki mikið
niðri við lækinn nú orðið. Hún
er oftast upp við rétt, hneggj-
ar og gáir að þér.“
„Að mér!“
Rob vafði teppi utan um
drenginn og bar hann út að
réttinni.
Kennie starði á Flicku. Að-
dáunin ljómaði í augum hans.
Honum fannst sem hann hefði
lifað í heimi, þar sem allt var
hræðilegt og særandi, en jafn-
framt raunverulegt; þ e 11 a
gat ekki verið raunveruleiki;
allt svo fagurt og dásamlegt, —
engin barátta og engar áhyggj-
ur framar. Jafnvel faðir hans