Úrval - 01.10.1943, Page 129
FLICKA
12T
var stoltur af honum! Hann
fann það á því, hvernig hann
hélt honum í fanginu. Þetta var
allt eins og einhver fjarlægur
draumur. Hann var ekki búinn
að átta sig — ekki enn.
En Flicka — Flicka — lif-
andi og albata. Hún þrýsti sér
upp að honum, þekkti hann,
hneggjaði . . .
Kennie rétti fram hendina —
veiklaða og hvíta — og lagði
hana á höfuð hryssunnar.
Grannir fingumir greiddu úr
toppnum og lagfærðu hann, og
Rob horfði á þau bæði; hann
var einkennilegur á svipinn og
augu hans ljómuðu venju frem-
ur.
,,Hún er ekki búin að ná sér
enn, pabbi, en hún stendur þó
í fjóra fætur núna.“
,,Hún er að lagast.“
Ken leit snöggvast upp, eins
og hann myndi eftir einhverju.
„Pabbi! Hún er orðin gæf og
stillt — er það ekki?“
„Gæf — eins og — kettling-
ur . . .“
Það var byggt skýli fyrir Ken
niður við lækinn, og það fór vel
á með þeim, drengnum og
hryssunni.
Svör við „Ertu gáfaður?“
1. Þrjár mínútur. Það tekur
hvern kött þrjár mínútur að
drepa hverja rottu.
2. Tvö og hálft cent.
3. Móðir litla Indjánans.
4. Hvorugt. 8 og 8 eru 16.
5. Eftir því sem vér bezt vit-
um, er engin kona ekkja, nema
eiginmaður hennar sé látinn.
6. Á 28. degi. Að kveldi hins
27. dags er hann kominn 27 fet
upp. Að morgni hins 28. dags
kemst hann upp á brún.
7. Þrjá. Ef tveir fyrstu sokk--
arnir eru ekki samstæðir, hlýtur
þriðji sokkurinn, sem annað-
hvort er hvítur eða svartur, að
eiga við annan þeirra.
8. Auðvitað tvö.
9. Ég missti af henni. Allur
tíminn fór 1 að ganga fyrri míl-
una.
10. Eftir 59 mínútur. Ef karf-
an hefir verið full eftir 60 mín-
útur, hefir hún verið hálf einni
mínútu fyrr.