Úrval - 01.10.1943, Page 131
BRÉF FRÁ LESENDUM.
danskt; það er aðalatriðið. Nú
er það, að því er ég ætla, óum-
deilanlegt, að hingað til hefir
Úrval flutt lesendum sinum
betra efni heldur en þau tímarit
og ritsöfn, sem bezt á við að
taka til samanburðar, og líka
vandað mál sitt umfram flest
önnur íslenzk tímarit nú á dög-
um. Af þeim ástæðum hefi ég
um hríð lagt svo fyrir, að í bóka-
verzlun minni væri því sérstak-
lega haldið að viðskiptamönn-
um. En nú skilst mér að ég mimi
hafa tekið skuggann fram 'yfir
veruleikann. Ö að islenzkar sál-
ir (nei, hvað er ég að segja,
danskar sálir í islenzkum búk-
um) mættu nú sem fyrst fá
dönsku hægðalyfin í hinum fyrir-
heitnu stórskömmtum.
En þangað til er að halda sér i
vonina; hún lætur ekki til
skammar verða. Sn. J.
| T RVAL" hefi ég lesið fyrst
** á þessu ári(’43), og likar
það svo vel að engu hefti vil ég
sleppa ólesnu framvegis. Stuttar
greinar á kjamyrtri hreinni Is-
lenzku, um ótæmandi fróðieik
og vísindi, hafa verið af skom-
um skamti hjá okkur. Eru þær
einkar hentugar til ígripa-lesturs
á stuttum frístundum, og er ég v
sólginn í að lesa þær (meðan
heilar bækur, um eitt tilbreyt-
ingalítið efni liggja óuppskom-
ar).
Mætti ég þó jafnframt finna að
einu? Samdóma er ég H. St. (i
2. h. 1942, kápunni), að ritstjórn
Úrvals hafi ekki tekist vel með
fyrirsögnina: „Timaritsgreina í
samþjöppuðu formi.“ Langar
fyrirsagnir greina og bóka,
minna mig alltaf á titilblöð bóka
frá 18. öld. — Eins og öll óþörf
málalenging yfir leitt, minnir
mig á forna embættismanna-
stilinn. Hata ég slíka sóun á
efni, rúmi og tíma, þegar mikil
brögð eru að. En Úrval er ein-
mitt í þessu efni fágæt undan-
tekning. Og einungis af því, er
ég óánægður með orðið sam-
þjappað. Sist er til bóta, að
breyta merking gamalla, góðra
orða. Að þjappa, er að troða ein-
hverju saman (vaðmáli í þófi,
heyi í bagga, ull í poka o.s.frv.),
en ekki að stytta efnið eða draga
úr því. — Viðbót við ágætt nafn,
„Úrval“, hefði ég því heldur
kosið aðeins: Kjami, eða:
Kjarninn úr ýmsum greinum.
V. G.