Úrval - 01.04.1946, Side 3
Nh. 2
TlMARITSGRElNA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
5. ÁRGANGUR * REYKJAVlK <:• MARZ—APRÍL 1946.
Samvizka þýzku jojóðarinnar.
Grein úr „Harper’s Magazine,"
eftir Willlam Harhm Hale.
|3ANDARÍSKUM hermönnum,
sem látnir voru taka aö
sér löggæzlustörf í Þýzkalandi
strax eftir uppgjöfina, var sagt,
að sennilega mundi verða skotið
á þá á afskekktum stöðum og
að næturþeli. Þetta reyndist
ekki rétt. En upp á síðkastið,
eftir margra mánaða friðsæla
sambúð við íbúana, sem hafa
yfirleitt reynzt hlýðnir, hafa
hermennimir orðið varir við
margs konar mótspymu, og það
í svo ríkum mæli, að Eisen-
hower hershöfðingi varaði við
því, áður en hann fór frá
Þýzkalandi, að ekki væri enn
útilokað, að þýzk skæruliðs-
hreyfing yrði skipulögð.
Beinar orsakir þessarar ó-
ksrrrðar virðist vera atvinnu-
leysi meðal Þjóðverja, gremja
út af mökurn milli setuliðs-
manna og þýzkra kvenna, og
hungur. En þessar ástæður
nægja þó varla til að skýra hina
skyndilegu endumýjun sjálfs-
vitundarinnar meðal Þjóðverjá
eftir að þeir hafa sýnt furðu-
lega undirgefni um langan
tíma. Hinir iðjulausu, afbrýði-
sömu og svöngu herða sig sjald-
an upp í að hóta uppreisn nema
einhver sérstakur tilgangur eða
hugmynd vaki fyrir þeim. Og
eftir því sem ég hef séð, skortir
Þjóðverja ekki þær hugmyndir,
sem gera árekstra við hernáms-
liðið ekki aðeins mögulega,
heldur sennilega.
Skoðun mín er, að á fyrstu 6
mánuðunum eftir ósigurinn hafi