Úrval - 01.04.1946, Síða 5
SAMVIZKA ÞtZKU ÞJÓÐARINNAR
3
Sá Þjóðverji, sem gerðist
maður Iiitlers, afsalaði sér öll-
ur rétti til að dæma og fól hin-
um almáttuga drottnara sínum
að gæta samvizkunnar fyrir sig.
I staðinn fékk hann rétt til að
fremja hvaða verk, sem var, þar
á meðal glæpaverk, án þess að
vera látinn sæta siðferðilegri
eða annarri ábyrgð.
Nú finnst þeim verst, að
forsjónin er horfin. Einhver
verður að taka ábyrgðina á sig.
Þeir Þjóðverjar, sem hlýddu
Hitler fúslega, halda því fram,
að þeir beri enga ábyrgð á for-
tíðinni. Og þeir vilja ekki held-
ur taka á sig alla ábyrgð á
framtíðinni. Meðal fólksins, sem
bandarísku hermennirnir hittu
fyrst, þegar þeir héldu inn í
Rínarlönd, var maður, sem rétti
frá sér hendurnar eins og hann
vildi sýna, að hann sætti sig
við, hvemig komið væri og um
leið, að létt væri af honum fargi,
og sagði: „Nú verðið þið að
taka stjóm allrar óreiounnar að
ykkur.“
Enda þótt Þjóðverjar líti
gjarnan á sig sem bezta og
hraustasta. kynþátt í heimi,
sem hafi næstum verið búinn að
vinna sigur í stiiðinu, finnst
beim samt, að þeir þurfi að
styðja sig við einhvem „sterkan
mann.“ — Og í hverjum Þjóð-
verja býr tilhneigingin til að
skoða sjálfan sig ekki aðeins
sem ofurmenni, heldur einnig
sem glataða soninn, er þykist
eiga erfðatilkall til heimsins,
sem hinn hamslausi máttur hans
var næstum búinn að tortíma.
Þjóðsögur myndast auðveld-
lega meðal manna, sem eru
haldnir slíku taugaofnæmi sam-
fara siðferðilegri lömun. —
Lömunin kernur í ljós, þegar
rætt er um ábyrgðina á stríðs-
upptökunum. Ofnæmið kemur
fram, þegar rætt eru um
ábyrgðina á stríðslokunum.
Hinir greindari meðal nazista
virðast nú ekki halda því fram
lengur að Pólverjar eða Gyðing-
ar eða alþjóðaauðvaldið hafi
átt upptökin að stríðinu. í
staðinn hefir sú saga myndast,
að Evrópa hafi beðið eftir því,
að Þýzkaland, karlmannlegasta
ríkið kæmi og nauðgaði henni,
þ. e. „sameinaði" hana með of-
beldi. Þeir segja að þetta hafi
verið söguleg nauðsyn. Þeir
telja ekki, að villan sé í því
fólgin að hefja stríðið, heldur
að bíða ósigur í því. Og loks
kemur tilfinningaklökkvinn
greinilega fram í þeirri full-