Úrval - 01.04.1946, Side 7
SAMVIZKA ÞÝZKU ÞJÓÐARINNAR
5
kommúrista, — harðskeyttir,
íífsreyndir, skeytingarlausir um
eigið öryggi, og alltaf að reyna
að ná félögum sínum undir á-
hrif sín. Þar voru sósíaldemo-
kratar af gamla skólanum, hæg-
látir, dálítið beygðir af mistök-
um fortíðarinnar, gefnir fyrir
málalengingar og undanbrögð
eins og tíðkast á þingfundum.
En mest bar á ungum ópólitísk-
um hugsjónamönnum, sem
dreymdi um Þýzkaland, þar sem
allt hatur yrði grafið og gleymt
og almennur góðvilji yrði ein-
hvern veginn drottnandi. —
Einn þeirra sagði við mig: „Þið
verðið að skilja, hvað Þjóðverj-
ar eru orðnir hundleiðir á
stjórnmálum. Reynið ekki að
vekja þá til umhugsunar með
rökum og skynsemi, — talið til
hinnar þýzku sálar, — ástar al-
þýðumanna á friði og öryggi.“
Annar þeirra, — bindindissam-
ur sjómaður frá Hamborg, —
segir spekingslega: „Það verð-
ur að leiðbeina þeim fram á við
til endurmats á öllum verðmæt-
um, og samt aftur á bak til eig-
in sálar.“ — Hinn þriðji,
Bæjaralandsbúi, sem hafði
stofnað kór stríðsfangabúð-
anna, sagði: „Færið okkur ekki
ný slagorð, heldur tækifæri til
að endurheimta hið bezta úr
fortíð okkar.“
Undir þessum ummælum bjó
hugsanaruglingur og draumór-
ar, sem eru í undarlegri mót-
sögn við hina þróttmiklu at-
hafnasemi, sem þessir menn
höfðu sýnt. Þótt þeir væru upp-
reisnarmenn, höfðu þeir ekki
losað sig við þjóðsöguna um
„þýzku sálina,“ sem ekki verður
útskýrð á máli skynseminnar.
Það var eins og uppreisn þeirra,
sem hafði beinzt af svo mikilli
ákefð gegn nazistaflokknum,
stríðsundiiTÓðri hans og spill-
ingu, hafi ekki reynt að hagga
við hinni rótgrónu, andlegu upp-
gjöf og skynsemi-flótta Þjóð-
verja, sem gerði einmitt þess-
um flokki og þessum stríðsáróð-
ursmönnum fært að ná völdun-
um í sínar hendur og halda
þeim.
Það er t. d. rótgróin hugmynd
meðal Þjóðverja, að stjórnmál
(sem að vísu voru utan sjónar-
sviðs þeirra í margar aldir) séu
ill í eðli sínu og að bezt sé að
koma ekki nærri þeim, ef maður
vilji halda mannorði sínu flekk-
lausu (af þessu stafar sú
hugmynd, að hermenn, sem svo
á að heita, að skipti sér
ekki af stjómmálum, séu