Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 8
6
TJRVAL
flekklausari en stjómmála-
mennirnir). Meðal þeirra and-
nazista, sem ég talaði við á
stríðárunum, voru ekki margir,
sem höfðu ráðizt sérstaklega
á þessa afstöðu. Sannleikurinn
er sá, að mjög fáir aðrir en
nokkrir harðskeyttir skipulagn-
ingarmenn, sem ætluðu sér að
láta alla hluti dansa eftir sínu
höfði, höfðu myndað sér á-
kveðna stjómmálaskoðun. Ég
man eftir liðþjálfa úr þýzka
Afríkuhernum, sem hafði snúið
baki við nazismanum eftir stutta
dvöl í flokknum. Hann sagði:
„Ég heiti því að skipta mér
aldrei framar af stjórnmálum!“
Og prestur andnazista-fanga-
búðanna í Camp McCain í Miss-
ouri, sagði mér, að sumir þeirra
hefðu þakkað sér fyrir fyrstu
ræðuna með þessum orðum:
„Þetta er í fyrsta skipti í mörg
ár, sem við höfum heyrt ræðu,
er var ekki eitruð með pólitík."
Þessi neikvæða afstaða veldur
okkur miklum erfiðleikum, þeg-
ar við erum að reyna að finna
menn, sem gætu veitt Þýzka-
landi nýja forystu. Segja mætti,
að við hefðum ekki gert marg-
ar tilraunir ennþá, og auk þess
hefðum við ekki getað fundið
beztu mennina, þvi að nazistarn-
ir hafi drepið þá alla. En við
vitum allvel, hvernig þýzkir
andnazistar hafa verið og em.
og ég hugsa, að þeim megi
skipta í eftirfarandi f iokka:
1) Andnazistiskir mennta-
menn, sem fyrirlíta nazismann
fyrir menningarleysi hans og
flýja hann og afleiðingar hans,
leita hælis í hugarheimi og una
þar við menningararf liðinna
kynslóða.
2) Andnazistar af trúar- eða
siðferðisástæðum. Allmargir
klerkar (aðallega kaþólskir) og
leikmenn, sem fordæma naz-
ismann vegna siðleysis hans og
afskipta hans af kristnihaldi og
kennslumálum. Voru ekki endi-
lega mótfallnir tilgangi nazista,
en blöskraði tækin. Þessir menn
veittu nazistum sjaldan virka
mótspyrnu.
3) Andnazistar af persónu-
legum ástæðum. Þetta eru hinir
vonsviknu, — þeir, sem reidd-
ust nazista-st jórninni vegna þess
að hún sýndi þeim ekki þann
sóma, sem þeir þóttust eiga
skilið, eða vildu hefna sín á ein-
stökum nazistaforingjum fyrir
einhverja móðgun eða misgerð.
Meðal þeirra voru menn eins og
von Witzleben marskálkur og
hinn kynlegi náimgi, Gerngross