Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 14
Hvenær eiga bömin að
byrja aS „Uía“?
Listin að lifa.
eftir I. A. B. Wyiie.
Grein úr „Haiper’s Magazine,"
VI VOR er sjötíu ár, og
áttatíu ár ef hún verður
löng,“ stendur einhvers staðar
í biblíunni. Eins og nú er hátt-
að verðum við að draga þar frá
20 ár, sem fara í að búa okkur
undir lífið, og að minnsta kosti
30 ár, sem við notum til að afla
okkur „lífsviðurværis.“ Þann
tíma sem eftir er reynum við að
,,lifa.“ En ekki verður sagt, að
sú tilraun takist alltaf vel. Ef
einhverntíma kemur sá dagur í
ævi okkar, að við segjum við
sjálfa okkur, „héðan í frá ætla
ég að lifa fyrir alvöru," kemur
hann sennilega of seint. Oftast
kemur hann þó alls ekki.
Læknavísindin eru sem óðast
að lengja starfsævi mannsins
fram á þau ár, sem áður voru
kölluð elliár. En þær skoðanir
forfeðra okkar að fyrstu 20 ár
ævinnar verðum við að eyða í
leik og undirbúning undir lífið
sjálft, hafa ekki breytzt mikið.
En er ekki hægt að stytta þenn-
an undirbúningstima og lengja
þannig starfsævina enn meira?
Jú, það er hægt, um það er
ég sjálf ljóst vitni. Þegar ég var
átta ára telpa, gaf faðir minn
mér reiðhjól. Og þegar ég var
búin að læra að hjóla — innan
um strætisvagnana í einni
mestu umferðargötu Lundúna-
borgar — stakk hann peninguin
í vasa minn og sagði mér að
bregða mér í smáferðalag út í
sveitina umhverfis London. Tíu
ára gömul var ég ekki enn far-
in að ganga í skóla og með góð-
um vilja var hægt að segja, að
ég væri stautandi og illa skrif-
andi. En það var ekki til sá
smábær eða þorp í 80 kílómetra
fjarlægð frá London, sem ég
ekki þekkti eins vel og götuna
sem ég átti heima í, og ekki
rnörg veitingahús þar, sem ég
hafði ekki einhverntima neytt
einhvers.
Ellefu ára gömul lagði ég af
stað á í’eiðhjóli minu með nesti