Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 21
OFDRYKKJA OG EXTURLYFJANAUTN
19
kvæmt sálarfræðinni er þetta
þveröfugt. Glæpamenn, sem eru
reiðubúnir til að fremja afbrot,
„styi'kja" sig með því að fá sér
sopa. Margir gera það með
„rnálsbætur“ í huga.
Menn mega ekki láta það villa
sig, að svo margir miklir lista-
menn hafa verið oförykkumenn
og að drykkjuvísurnar eru svo
algengar í allri ljóðagero. Lista-
menn eins og Hoffman, Grabbe,
Wilhelm Eusch eða Eögar Poe,
sem gerevðilagðist af drykkju-
skap, eru menn með ójöfn at-
hafnasvið. Á einu sviði leita
þeir hins óvenjulega, en hirða
ekki hót um önnur.
Yfirleitt getur ofdrykkju-
maður ekki bundizt vináttu-
böndum við aðra en ofdrykkju-
menn. Þeir eru brjóstumkennan-
legir að því er snertir ást og
hjónaband. Þeir eru dæmdir til
að „fara í hundana,“ af því að
þeir hafa ekki neinn siðferði-
legan styrk. Margir þora ekki
að heitbinda sig, en arekkja öll-
um persónulegum tilfinningum
í áfengi. Margir, sem lifa í ó-
hamingjusömu hjónabandi, en
hafa ekki þrek til þess að láta
verða alvöru úr skilnaði, fara
að drekka, til þess að knýja
maka sinn til ákvörðunar. Á
þennan hátt losna þeir sjálfir
við ábyrgðina.
Auðvitað fer ekki allt veik-
gert og hlédrægt fólk að drekka,
tii þess að ná sér niðri á aðstæð-
unum. Skilyrðið er, að áfengið
sé sérstaklega freistandi fyrir
það. En það byggist ósjaldan
á arfgengi.
Auk þess verður að gera ráð
fyrir að sumir láti blekkjast.
Böm með minnimáttarkennd
þola ekki að litið sé niður á þau
eða þau hædd. Mörg ímynda sér
að það sé karlmannlegt að
drekka, og þessi skoðun er
studd af siðvenjum og skáld-
skap. Þegar á kynþroskaárun-
um vilja margir drengir — og
stúlkur líka — sýna með þessu
móti að hann eða hún sé maður
með mönnum.
Algeng aðferð til þess að
reyna að lækna ofdrykkjumenn,
er að gera þeim ómögulegt að
drekka. En þessi aðferð kemst
ekki fyrir rætur meinsins, af
því að drykkjumaðurinn drekk-
ur vegna þess, að hann sættist
með því við sjálfan sig og eríið-
leika sína.
Maður nokkur var tvö ár í
sjúkrahúsi til þess að læknast
af ofdrykkju, og var síðan út-
skrifaður sem heilbrigður. Hann
3*