Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 22
20
tJRVAL
drakk ekki framar, en eftir tvö
ár kom hann aftur í sjúkrahús-
ið og þjáðist nú af ofsjónum.
Hann var af myndarætt, en þó
að bræður hans kæmust vel
áfram, varð ekkert úr honum,
og hann varð að lokum aðstoð-
arskrifari í skrifstofu einni.
Hann fór að drekka af gremju
og var eins og áður segir sendur
í sjúkrahús sem áfengissjúkl-
ingur. Eftir að hann hafði lækn-
ast varð hann landbúnaðar-
verkamaður, sem var ennþá lít-
ilmótlegri atvinna, og þar með
var hann kominn í sömu aðstöðu
og áður. I þetta sinn tók hann
fyrir að sjá ofsjónir.
Annað dæmi. Ungur maður
hefir alizt upp hjá móður sinni
og systur, sem er tólf árum
eldri. Báðir hafa dekrað ákaf-
lega mikið við hann. Hann er
ekki ógreindur, les mikið, en
gengur námið illa, og reynist
líka duglaus við hagnýt störf.
Þegar hann lendir í erfiðleikum,
fer hann að drekka. Móðirin er
hrædd um að hann ætli að verða
drykkjumaður eins og faðirinn.
Hún grátbiður hann um að
hætta að drekka, og veitir hon-
um allt sem hann óskar, til þess
að hann bæti ráð sitt. En son-
urinn sekkur dýpra og dýpra.
Hann fer að spila og móðirin
sendir honum peninga og gerir
allt, sem í hennar valdi stendur
til þess að bjarga honum. Hann
notar þannig drykkjuskapinn
sem hið eina, en óbrigðula vopn
sitt.
Enn eitt dæmi. Ungur maður
á frænda, sem drekkur, en sér
þó, að það er óhamingja lífs
hans. Hann arfleiðir því bróður-
son sinn að öllum eignurn sín-
um með því skilyrði, að hann
bragði ekki áfengi, fyrr en hann
sé orðinn tuttugu og f jögra ára
gamall. Daginn sem frændinn
deyr og hann verður erfinginn,
drekkur hann sig fullan. (Hann
getur ekki þolað að nokkui'
maður ráði yfir honum). Hann
heldur áfram að drekka. Hann
kvænist. Þegar hann kemur úr
ferðalagi, kemst hann að því að
kona hans sé honum ótrú. Nú
fer hann að drekka fyrir alvöru,
en læknast fyrir aðgerðir leik-
manns, sem hefir tekið til við
að lækna ofdrykkjumenn, og
hann reynir síðan sjálfur að
lækna aðra. — Þegar það mis-
heppnaðist, kom hann til mín.
Það kom í ljós, að drykkjuskap-
ur hans var hefnd, fyrst gegn
frændanum, en síðar konunni.
Meðan hann var hjá töfralækn-