Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
metorðagjarnir og eru því oft
háttsettir menn. Þeir ímynda sér,
að frami þeirra sé morfíninu að
þakka, en í rauninni er það
dugnaður þeirra, þrátt fyrir
eitrið, sem hefir komið þeim
áfram. Stjórnarerindreki í mik-
ilsverðri stöðu var sendur til
mín, af því að hann þjáðist af
ofsalegum, óskiljanlegum kvöl-
um. Ég komst að raun um að
hann var morfínneytandi, og að
kvalirnar komu, þegar hann
hafði verið án morfíns urn tíma,
Hami fór að neyta eitursins, af
því að kona hans var honum
ótrú. Síðan hafði hann þolað
eina auðmýkingu annari verri.
En auðmýkingar eru ekki raun-
veruleg fyrirbrigði, þær byggj-
ast á persónulegu mati. Sá sem
gerir ekki ofmiklar kröfur, þarf
ekki að finna til auðmýktar.
Ef sjúklingurinn læknast
ekki með aðferð sáifræðinnar,
má því búast við afturkipp.
Kokainnautn er enn hættu-
legri en morfínnautnin. Níutíu
af hundraði kokainneytenda
reynast ólæknandi, aðeins tíu
af hundraði bjargast. En á
þessu sviði hefir sálfræðingui-
inn ekki eins mikla reynzlu, því
að fæstir sjúklingarnir komast
undir hendur sérfræðinga.
Eina ráðið sem dugar gegn
eiturlyfjanautn, er fræðsla.
Þegar um vín eða öl er að ræða,
getur maður byrjað á að krefj-
ast hófsemdar, því að það er
ekki hægt að gera miljónir
manna atvinnulausar í einum
svip. Fram að þessu hefir þetta
vandamál hlotið bezta lausn í
Svíþjóð, nýjustu tilraunir Ame-
ríkumanna ganga í sömu átt.
En ef skólarnir gætu leyst
hið mikla hlutverk sitt að
breyta öllum dekurbörnum í
félagslega hugsandi fólk, þá
væri ekki lengur til efniviður í
ofdrykkjumenn eða eiturlyfja-
neytendur.
cu • oo
Við Hkattaframtal.
Kunningi minn var að fylla út skattskýrsluna sina og var
eicki beinlínis í góðu skapi. Þegar hann kom að dálkinum, sein
yfir stóð „skrifið ekki hér,“ var stillingu hans nóg boðið og hann
-skrífaði þvert yfir dálkinn: ,,Ég skrifa hvar sem mér sýnist.“
A. H. Mansfieid í „Reader's Digest."