Úrval - 01.04.1946, Síða 32
30
TJRVAL
ár. En þá skeði nokkuð nýtt.
Snýkjudýrin virtust hafa öðlast
mótstöðukraft gegn eitrinu.
Nýjar tegundir höfðu æxlast
frá þeim eftirlifendum, sem
eitrið vann ekki á, virtust þær
ónæmar fyrir áhrifum þess.
Sérhvert nýtt lyf eða eitur
sópar burt öllu, sem á vegi þess
verður. Súlfalyfin reyndust í
fyrstu banvæn mörgum bakterí-
um, jafnvel lekandasýklum,
sem fram til þessa höfðu verið
ósigraðir. En eftir tvö ár kornu
fram nýir lekandasýklar, sem
þoldu áhrif lyfjanna og gerðu
okkur jafnilla stödd sem áður.
Fyrir nokkru var fundið efni,
sem kom í veg fyrir myglu, er
eyðilagði vefnað. Árangursrík
notkun þessa efnis um nokkurra
ára skeið hafði þá afleiðingu í
för með sér, að ný myglutegund
myndaðist, sem nærðist á efni
því, er átti að koma í veg fyrir
myndun hennar.
Þá hefir penicillin undraverð
áhrif á óteljandi óvini mann-
kynsins. Þær bakteríur, sem
penicillinið drepur ekki alveg,
skilja eftir afkomendur, en niðj-
ar þeirra þola penicillinið og
margfaldast þrátt fyrir það.
Þegar bakteríuheimurinn hefir
náð sér eftir áfall það, er hann
hlaut við tilkomu penicill-
insins, þá mun hann hef ja gagn-
árás.
Undanfarin ár hafa virus-
sjúkdómar í nytjajurtum orðið
stöðugt alvarlegri í öllum lönd-
um, sem framarlega standa í
akuryrkju. Nytjajurtir eins og
hindberjajmlin,jarðarberjajurt-
in og kartöflujurtin, sem voru
fyrir 100 ármn hérumbil eða
algerlega lausar við vírus-sjúk-
dóma, þjást nú meira og minna
af þeim. Hindberjajurtin er
stöðugt að verða sjaldgæfari í
Englandi. Það er ekki hægt að
rækta fleslar tegundir af kart-
öflum örugglega án þess að fá
nýtt útsæði frá Skotlandi og
VVales, þar sem blaðlúsin, sem
ber vírusið, er ekki til.
Hver er skýringin? Ef við
rannsökum útbreiðslu vírusins,
komumst við brátt að orsökum
vandræðanna. Vírusið flyzt
yfirleitt ekki með sáðkomum.
Sérhvert sáðkom er laust við
vírus. Aftur á móti sýkist
sáðkornið af gömlum jurtum
fyrir tilverknað skorkvikinda,
sem bera vírusið á milli. Og
þótt sáðkomið sýkist, þá má
vel vera, að vírusið sé ekki
þeirrar tegundar, sera hefir
mikil áhrif einmitt á þetta sér-