Úrval - 01.04.1946, Side 39
FYRSTA ÁSTIN
37
— Ég f æ aldrei heilsuna aft-
ur. Ég verð að vernda þig fyrir
mér, svo að þú smitist ekki,
sagði hann stuttur í spuna.
— Ertu berklaveikur? spurði
ég undrandi.
— Nei.
— En þá er engin hætta á
ferðum. Allir aðrir sjúkdómar
iæknast. Og ég er ekki hót
hrædd við að smitast.
En Vanja hristi dapur hrokk-
inhært höfuð sitt.
— Ef þii vissir það, væri allt
öðruvísi. Hve ég fyrirlít sjálf-
an mig! Þú veizt ekki, hve ég
þjáist.
Hvað gat ég gert til að hjálpa
honum, hjartfólgnasta vinin-
um mínum, elskunni minni?
Það leið langur tími, þar til ég
— að meira eða minna leyti —
fór að skilja, hvað bjó á bak við
Jeyndardóm Vanja. Ég segi
„að meira eða minna Ieyti.“ Ég
vissi úr skáldsögum, að slíkt
var til. En ég fann aldrei til af-
brýðisemi eða nokkurrar and-
úðar í garð Vanja. Ég þjáist ao-
eins með honum og fyrir hann.
Til þess að auka á óhamingju
inína, hófust nú prófin.
Þetta voru alvarlegir tímar
fyrir mig. Ég varð að hugsa
skýrt og hafa hemil á tilfinn-
ingum mínum. Ég gat ekki flýtt
mér á stefnumótin niðri á Nevu-
bakka, í hvert skipti sem ég
fékk örvæntingarþrungið bréf
frá Vanja. Og ég þjáðist enn
rneira, af því að ég gat það ekki.
Hann skrifaði svo örvænting-
arfull bréf, vesalings drengur-
inn!
— Gleymdu mér og leitaðu
hamingjunnar annars stað-
ar. . . . En ef þú elskar annan,
þá skýt ég byssukúlu í höfuðið
á mér.
Hvað átti ég að gera, til þess
að sannfæra hann um, að ég
elskaði hann, og myndi aldrei,
aldrei elska. neinn annan í ver-
öldinni ?
Prófin gengu ekki eins vel og
foreldrar mínir og ég höfðum
vænst. Ég varð að endurtaka
prófið í kristinfræði og það sem
verra var — ég fékk ,,fjóra“ í
staðin fyrir „fimm“ í sögu.
Ég reyndi að afsaka mig. Ég
gat ekki talað um bréfið, bréf,
sem skrifað var með mjólk, svo
aomaðurvarð að hita pappírimi.
Og þegar ég gat lesið ljósbrúna
bókstafina, stóð skrifað: — Af
því að ég elska þig svo óendan-
lega, svo innilega, ætla ég að
fórna mér fyrir þig. Vertu sæl,