Úrval - 01.04.1946, Síða 40

Úrval - 01.04.1946, Síða 40
38 ÚRVAL engillinn minn. Vertu að eilífu sæl! Þegar maður fær svona bréf einni klukkustund fyrir próf, þá er það ekki undarlegt, þó að maður gleymi einni kross- ferð, jafnvel þótt hún væri ein af hinum meiri. . . . Vor. Norrænt vor. Hið töfr- andi Pétursborgarvor. Gluggaskot með útsýni yfir Nevu. Sonja leikur á píanó. Við tvö, Vanja og ég, sitjum í gluggakistunni. Prófunum er lokið. Á sextán ára afmælinu mínu fékk ég leyfi til að fara í síðan kjól, sem nær niður á gólf, og að vera með skrýft hár. Ég er ekki lengur barn. Vanja brosir til mín. Sonja leikur valsa og önnur lög eftir Chopin. — Ertu hrifin af Seytjándu nocturnunni ? Er hún ekki stór- fengleg? Og sorgleg? — Er hún sorgleg? í dag er ekkert sorglegt. — Ég elska þig meira en allt annað á jörðinni. — Og ég? Veiztu það ekki? Það er vor. Ástin hefir sín lögmál. Höfuð okkar eru svo nálægt hvort öðru. . . . Fyrsti kossinn okkar. Fyrsti ástarkossinn minn. — Nú verður þú að giftast mér, hvíslaði ég. Ertu ekki glað- ur? Daginn eftir var mér sagt, að ég ætti að fara með Adéle syst- ur minni í skemmtiferð. Göngu- ferð í Pavlov-skemmtigarðinum og miðdegisverður í garðskálan- um. Mér leizt vel á það. Ég lifði ennþá í töfrum „fyrsta koss- ins.“ Við fórum því til Paviovsk. En meðan við voruin að borða, kom einkennileg angist yfir mig. Kannski biðu mín einhver boð? Ég sagði systur minni, að við skyldum fara heim. Það beið mín bréf. Rithönd hans. Það hafði hann aldrei þor- að fyrr. Sonja var vön að skrifa utan á bréfin. Áttum við nú að gifta okkur ? „Þegar þú færð þetta bréf, er ég ekki lengur á lífi . . . Það sem skeði í dag, sýnir, hvílíkur ræf- ill ég er, hve lítið vald ég hefi á sjálfum mér. Ég get ekki liíað án þín og ég get aldrei fengið að eiga þig . . . Ég fórna lífi mínu fyrir þig . . . Vertu ham- ingjusöm, engillinn minn, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.