Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 41
FYRSTA ÁSTIN
39
gleymdu mér aldrei. Vertu að
eilífu sæl.“
Ef maður hefði getað hljóðað
af sársauka! Ef maður hefði
getað beðið einhvern um hjálp!
Var það of seint? Var ennþá
von?
Hann hafði hótað þessu
svo oft áður, að þetta gat verið
skrifað í skyndilegri æsingu,
sem síðan liði hjá . . . Þetta gat
ekki verið satt!
Blá norræn vornóttin . . . Það
er dauðakyrrð í húsinu. Allir
sofa.
Ég er einmana, ef til vill ein-
.mana fyrir fullt og allt, ef
Vanja er ekki lengur lífs . . . Ég
þoli þetta ekki. Ég verð að
hljóða! Ég verð að vekja allt
íolkið. Ég verð að fá að vita
sannleikann . . . !
Nóttin leið. Ég hafði ekki
háttað, ég var enn í bláa göngu-
kjólmun mínum; khikkan var
sjö.
Þegar sólin kom upp og borg-
in tók á sig sitt venjulega yfir-
bragð, fór að draga úr angist
minni. Hún varð svo óraunveru-
leg. Það var næturkyrrðin, sem
hafði blásið mér því í brjóst, að
hann gæti gert svo hræðilegan
hlut.. . . En hvað ég var heimsk
að vera svona óróleg!
Svo kom blaðið „Novoje
Vremja." Á fyrstu síðu — breið-
ur, svartur rammi: VANJA
DRAGOMIROV.
Hann hafði gert það . . . !
Ég hné niður. Ég hrópaði
ekki upp, það leið ekki yfir mig,
ég hné bara niður.
Einkennilegt, að enginn á-
taldi mig.
Þau vildu vita: Af hverju
kom þetta fyrir? Ég gaf ekki
skýrt frá því.
Faðir hans, Dragomirov hers-
höfðingi, kom og heimsótti mig.
Við sátum saman á bláa flos-
sófanum í setustofunni.
Ég sagði föður Vanja allt,
sem ég vissi. Ég fékk honum
bréfin frá Vanja. Og hann,
„mesta hetja Balkanstríðsins,“
með dýrar orður á brjóstinu,
hneigði höfuð sitt og grét. . .
— Það er okkur að kenna!
Það erum við foreldrarnir, sem
eigum sökina! Hvernig gátrnn
við verið svona blind!
Ég varð skyndilega að fara
burt úr borginni.
Ég fékk ekki einu sinni að
fylgja Vanja til grafar . . .
OÚ^CO