Úrval - 01.04.1946, Síða 42
Franz frá Assisi —
■fT'YRIR sjö öldum fæddist, í
fjallaborg einni á Italíu,
ein af tignustu sálum, sem
nokkru sinni hefir búið í dauð-
legu holdi. Enn þann dag í dag
er hann vinur minn og þinn, og
fagnaðarboðskapurinn, sem
hann flutti, er enn þá eins sann-
ur og söngur fuglanna. Þegar
okkur ægir yfirmannlegur
heilagleiki annarra dýrlinga,
verður Franz frá Assisi algjör-
lega mennskur, — eins og
yndislegt barn. Þeir kölluðu
hann Poverello — lítinn fátæk-
an mann —, en hann var svo
ríkur í andlegum efnum, að
auðugum höfðingjum fannst
þeir verða fátækir í návist
hans.
Giovanni Bernardone, svo að
hann sé nefndur skírnamafni,
er fæddur 1181 eða 1182, í
Assisi á Mið-ítalíu. Faðir hans,
Pietro Bernardone, ríkur kaup-
maður, kallaði hann Francesco,
eða Cecco, til styttingar.
Cecco unni lítt skólanárni
eins og aðrir gjálífir ungling-
ar. Menntun hans var lítil,
jafnvel að kröfum þeirra tíma.
Þar sem ákveðið var, að hanu
gerði kaupmennskuna að ævi-
starfi, hélt faðir hans honum
allan daginn við söluborðið, og
kenndi honum hverrng æfti að
knýja út sem mestan hagnað.
En um dagsetur fór hann í far-
arbroddi ærslafullra oflátmiga
meðal jafnaldra sinna. Pyngja
hans stóð opin öllum vinum
hans. Hann veitti þeim vín án
þess að skera við neglur sér.
Gengdarlaust keypti hann skín-
andi klæði. Pietro Bemardone
hristi bara höfuðið og dró ekki
úr eyðslufé hans, því að óhófið
sýndi bankastjórunum, að efni