Úrval - 01.04.1946, Síða 64
62
ttRVAL
breytast í skvap, sem dregur úr
virðingTi og glæsileik konunn-
ar.
Ef vel er að gætt, kemur í
ljós, að þegar konur hættu að
klæðast lífstykkjum, hafði það
heilsufarslegar afleiðingar, sem
voru þveröfugar við það, sem
búizt hafði verið við. Um 1920
var það algengur spádómur að
konur myndu verða miklu
hraustari, er þær hættu við líf-
stykkin. Áratug síðar skýrði
brezki heilbrigðismálaráðheri'-
an svo frá, að „stúlkur væru
veiklaðri og þreyttari en eðli-
legt gæti talizt, að blóðleysi
væri algengt og að lungna-
berklar meðal ungra kvenna
færu háskalega í vöxt.“ Það er
hlálegt að veita því athygli,
að læknar fyrri kynslóða höfðu
einmitt kennt lífstykkjunum um
þessa sjúkdóma! í heilbrigðis-
yfirliti brezku menntamála-
nefndarinnar árið 1930 er frá
því skýrt, að 42% af skóla-
stúlkum hafi greinilegan gallað-
an líkamsburð, og „innan við
10% megi teljast bera sig
sæmilega.“ Það er kaldhæðnis-
legt, að þessi skyldi verða nið-
urstaðan með fyrstu kynslóð
skólastúlkna, sem ekki klædd-
ust lífstykkjum. í sama mund
birtist sú staðreynd í hagskýrsl-
um, að meðalaldur nútímakon-
unnar hefði stytzt, samanborið
við aldur ömmu hemiar hálfri
öld áour.
Það var ljóst, að óheppileg-
ar afleiðingar „kvenfrelsisins“
höfðu gert meira en að vega á
móti góðum áhrifum framfara
í heilsurækt og vísindum.
Áhrif lífstykkisins á líkam-
ann, þegar hófs er gætt, hafa
fyrir löngu verið skýrð af
prófessorunum Roy og Adam,
sem sýndu fram á, að það eykur
blóðstreymið til líkamsvefj-
anna, þar á meðal heilans. i
þessu er fólgin skýringin á því,
hvers vegna lífstykki hafa verið
notuð öldum saman, þrátt fyrir
andstöðu læknanna. (Á þessari
uppgötvun eru byggðir búning-
ar þeir, sem orustuflugmenn
nota). Líffærafræðingar hafa
bent á, að kviðvöðvar mannsins
séu ekki nógu öflugir, til þess
að hann geti staðið uppréttur
með góðu móti; og að konan sé
enn verr sett, sökum þess að
meira sé á hana lagt innvortis.
Af þessu leiðir svo víðtækari
sálfræðilegar afleiðingar. Kyn-
slóð kvenna, sem er óhraustari
ömmum sínum, hlýtur að eiga
erfiðara með að skapa og við-