Úrval - 01.04.1946, Page 76
74
tTRVAL,
þótti mjög góður fiskur, og í
ríki þeirra var gnægð fiskjar,
úr sjó, ám og vötnum.
Til fylgdar prinsinum varval-
inn maður, sem var víðkunnur
fyrir vitsmuni sína, gjör-
hygli og mildi. Konungshjónin
lögðu ríkt á við hann að gæta
prinsins, reyna með öllu móti
að fá hann til að borða fisk, en
einkum að halda honum frá ást-
um kvenna, nema þeirra sem
væru honum jafngöfugar að
tign.
Svo lagði prinsinn af stað
með förunaut sínum og fylgdu
þeim blessunarorð konungs og
drottningar, hirðarinnar og allr-
ar þjóðarinnar. Eftir tveggja
daga sjóferð stigu þeir á land á
ókunnri strönd, og varð þá fyrst
fyrir augum prinsins ung og
yndisfögur kona. Af því að hún
var aðeins dóttir óbreytts að-
alsmanns, var hirðmeistaranum
illa við að prinsinn færi á fund
hennar; en af því að hann var
vitur maður og vissi, að ástin
er ástríða, sem eykst, þegar hún
mætir hindrunum, ákvað hann
að láta undan prinsinmn og fór
með honum í heimsókn til aðals-
mannsins.
Brátt tók hirðmeistarinn eft-
ir því að ást prinsins óx, þó að
hann legði engar hindranir í veg
hennar, og hann ákvað því að
gera út af við hana með hygg-
indum. í kvöldveizlu hjá aðals-
manninum vakti hann máls á
smásjánni sem þá var nýupp-
fundin og öllum þeim undrun
sem sjá mátti í henni. Hann
hafði í fórum sínum sterkt
stækkunargler og kom málum
svo hyggilega fyrir, að hann
fékk leyfi til að leggja stækk-
unarglerið á mjallhvíta hönd
aðalsmeyjarinnar, já, meira að
segja á silkimjúkan vanga henn-
ar, og þegar prinsinn eftir ósk
hirðmeistarans horfði í gegn um
glerið, hlaut hann að sjá, að
silkimjúkt hörund ástmeyjar
hans var þakið fíngerðu
hreistri, eins og á öllum öðrum
dauðlegum mönnum. ,
Urn kvöldið borðaði kóngs-
sonurinn fisk.
Dásemdir hraðans.
Einhver sérfræðing-ur hefir spáð þvi, að þess verði ekki langt
að bíða, að við getuin flogið 100.000 mílur á klukkustund. Hugsið
ykkur! í>á getur maður flogið fjórum sinnum í kringum jörðina
í matartímanum! — Peterborough Examiner.