Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 81
STERLING Á BIÐIL S EUXUNUM
79
eftir því, að einu sinni, þegar
mamma bauð mér ásamt ungfrú
Ameríku í tedrykkju í Nálþráð-
arstræti sagði hún: „Gleymið
því aldrei börnin góð, að þegar
þið eruð orðin stór og hafið
eignast peninga, eigið þið að
lána þá til útlanda. En þið verð-
ið að lofa þeim, sem þið lánið,
að borga ykkur aftur í vörum
og þjónustu.“ „Þetta,“ sagoi
Sterling, „er einföld staðreynd
og mikill sannleikur — en ung-
frú Ameríka svaraði: „Þetta
finnst mér ekki rétt. Ef ég lána
peninga til útlanda, og leyfi
síðan útlendingum að borga mér
í vörum, þá hefi ég ekkert að
gera sjálf, og skrattinn hefir
lag á að fá iðjulausum höndum
eitthvað illt að gera.“
Þegar gamla konan heyrði
þetta, sagði hún: „Ég vona,
Ameríka Iitla, að það ólán hendi
aldrei mannkynið, að þú verðir
eina aflögufæra manneskjan í
heiminum, á meðan þú ert þeirr-
ar skoðunnar, að í viðskiptum
þjóða í milli sé sælla að gefa en
Þiggja.“
„En það er nú orðið langt síð-
an þetta var,“ sagði Sterling.
„Móðir mín mundi snúa sér við
í gröfinni, ef hún gæti séð, að
ég er í þann veginn að verða
hálfgerður þræll þessarar sömu
stúlku.“
„En er ekki þetta — þetta
brúðkaupslán, ef svo mætti
segja, aðeins til þess að halda
þér uppi, þangað til þú ert laus
úr herþónustu og getur farið að
vinna fyrir þér?“ spurði ég.
„Jú, að vísu,“ sagði Sterling,.
„og ég er áreiðanlega ekki
fyrsti maðurinn, sem læt eigin-
konuna bera kostnaðinn af
brúðkaupsferðinni. Ég hefi eng-
ar áhyggur út af næstu tveimur
árum. Ég mun geta notið lífsins
betur sjálfur og ef til vili borg-
að eitthvað af skuldum mínum.
En ég kvíði fyrir því, sem tekur
við, þegar hveitibrauðsdögim-
um lýkur.“
„Sko til,“ hélt Sterling áfram,
„þegar ég sá að mér yrði nauð-
ugur einn kostur að taka sam-
an við kvenmanninn aftur, taldí
ég rétt að afla mér upplýsinga
um framtíðarhorfur konuefnis-
ins hjá nokkrum vinum mínum
— upplýsinga um sálfræðilegt
og fjárhagslegt ástand hennar
— ef svo mætti segja. Skýrslan,
sem ég fékk, byrjar þannig:
„Kæri hr. Sterling, — sam-
kvæmt beiðni yðar, höfum vér
sálgreint frú Dollarínu (áður
ungfrú Ameríka). Það er álit