Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 90
88
URVAL
viljið miða mannsævina við 300
ár?“ spurði ég.
„Ég hefi lifað í 89 ár og er
ekki enn pólitískt fullþroska. Ef
ég fæ 100 ára námstíma í við-
bót, verð ég kannski hæfur til
þingmennsku að þeim loknum.
En ég viðurkenni ekki að
mannsævinni séu nein takmörk
sett, nema af slysum, sem allir
hljóta að verða fyrir, fyrr eða
seinna.
Weismann varð fyrstur til að
láta í Ijós þá skoðun, að dauð-
inn sé ekki náttúrlegt fyrir-
brigði, heldur afleiðing um-
hverfis og aðstæðna. En þar lét
hann staðar numið, fyrir hon-
um var þetta aðeins lausleg get-
gáta. Ég tók málið upp í Methu-
selah- leikritunum mínum. Ég
byrjaði sem líffræðingur árið
1906, með fyrirlestrum um Dar-
win, og urðu þeir 20 árum síðar
grundvöllur að formálanum fyr-
ir Methuselah.
Þegar Methuselah kom út,
túlkuðu flestir ritdómarar hann
þannig, að hinar ódauðlegu
persónur leiksins hefðu viðhald-
ið lífi sínu með sjálfráðri ein-
beitingu viljans til þess að lifa.
En í Methuselah deyja allir
boðendur langlífis; en þeir sem
lifa áfram, hljóta ódauðleikann
fyrirhafnarlaust, sér til mikillar
undrunar og þrátt fyrir tor-
tryggni sína.“
„En hafið þér ekki einhvem
tíma sagt, að yður óaði við að
verða 100 ára og að „ódauðlegt
fólk“ gæti orðið „óbærilega
þreytt á sjálfu sér“ ?
Shaw: „Nei, ég er ekki orðinn
þreyttur á sjálfum mér. Ég hefi
varpað frá mér sjálfum minum
eins og slitnum fötum. Ég get
enn öðiast nýtt sjálf á hverju
ári, á sama hátt og ný föt. En
líkaminn í fötimum er farinn að
slitna; og við slíkar aðstæður
er ódauðleikinn ekkert tilhlökk-
unarefni."
„En,“ sagði ég, „úr því að
þér, sem eruð svo em og ung-
legur, viðurkennið, að líkaminn
sé farinn að slitna, hvað hafa
þá hinir hrumu og örvasa að
gera að lifa áfram?“
Shaw: „Það dettur engum í
hug að neita því, að örlög
manna eins og Strudbruganna
eru hræðileg. Svo er Swift fyrir
að þakka. (Strudbrugar voru
þjóðflokkurinn í Feröum Gúlli-
vers, sem var gæddur ódauð-
leika. Þeir gátu ekki dáið, en
allir hæfileikar þeirra voru út-
brunnir, jafnvel minnið var