Úrval - 01.04.1946, Side 98

Úrval - 01.04.1946, Side 98
96 ÚRVAL eiginmönnum sínum. En er hann hafði gefið þremur fararleyfi — Klöru konu sinni, Elínu konu Heberts og einni konu i viðbót — varð honum ekki bifað. Þrátt fyrir tár og bænir veitti hann ekki fleiri fararleyfi. í aprilbyrjun var mikið um að vera á tjaldstaðnum. Mennirnir lögðu hver af öðrum af stað og mannfjöldinn safnaðist saman á hæðunum til að horfa á brottförina. Þessi úrvalsflokkur átti að velja leið til hinnar nýju Zíonar, en hinir sem eftir urðu áttu að biða þolinmóð- ír, sá og uppskera. Þegar Brigham kæmi aftur áttu þeir að vera ferð- búnir. Brigham sat í vagni með Heber, horfði í vesturátt og hugsaði um, hvaða ævintýri mundu nú biða sin. Landkönnuðir, veiðimenn og trúboð- ar höfðu áður farið um þetta land og borið þaðan sögur af hryðjuverkum Indiána og mannhættulegum viður- eignum við óargadýr. En þeir höfðu líka sagt frá frjósömum dölum, risa- vöxnum skógum, víðáttumiklum sléttum og villtum ávöxtum. Brig- ham hafði með sér nokkur ónákvæm kort. Leiðin, sem hann hafði í hyggju að fara, lá þar sem nú eru Nebraskaríki, Wyoming og Austur- Utah. Hann vissi ekki hversu langt var til Utah-hásléttunnar, en áleit það talsvert yfir 1000 mílur. Lestin, sem fór ýmist 10, 15 eða 20 mílur á dag, nálgaöist nú óðum Ind- íánalöndin. Aður en þeir höfðu náð til Platte-fljótsins, reið drembinn og skrautbúinn Indíánaforingi, Shefmol- an að nafni, inn í næturstað þeirra og heimtaði gjafir. Brigham neydd- ist til að sefa stigamanninn með þvi að gefa honum af birgðum sinum — tóbak, salt, púður, blý og mjöl. En þrátt fyrir það ásóttu hinir rángjörnu Indiánar lestina í mai'ga daga og stálu jafnvel beztu hestunum, aulc þess sem þeir hótuðu að gera árás. Brigham varð mjög feginn að sleppa úr landi þeirra án alvarlega bar- ■daga. Stórar taðhrúgur gáfu til kynna, að nú væru þeir staddir i iandi vís- undanna. Mennimir tólcu að blístra og syngja. Þá hungraði í nýtt kjöt. Brig- ham vissi, að nú mundu menn hans fá nóg að eta, en hestarnir því minna. Indíánarnir liöfðu þann sið að brenna á ári hverju stóra fláka af grasland- inu, til þess að grasið yrði gott og aðgengilegt í næstu sprettutíð. Nú voru hæðirnar svartar svo langt, sem augað eygði, utan einstaka gróður- viniar á stangli, þar sem eldurinn hafði ekki náð. Vindurinn skóf ösk- una saman og þeytti í andlit ferða- mannanna, þar til þau voru eins svört og hæðirnar í kring. Það var sannarlega nóg af vísund- um. í einni hjörðinni, sem þeir sáu, gizkuðu þeir á að væru um 100.000. Þau voru svo gæf, að erfitt var að halda tömdu nautgripunum frá þeim. Loðnir gamaltarfar komu oft fast að lestinni, stóðu kyrrir og störou á hana með rauðum, votum augum sökum vinda og ryks; ráku siöan upp öskur og stukku baulandi i burtu. Villikálfar komu jafnvel inn i tjald- búðirnar. Mennirnir mýldu þá og skoðuðu; slátruðu síðan þeim, sem vænstir voru og steiktu þá á eldi. Brigham hafði oft áhyggjur af f jöri manna sinna, en þeir voru flestir ungir. Margir þeirra litu á leiðangur- inn eins og skemmtilegt ævintýri. þrátt fyrir Indiána og hungur. Þeir höfðu smám saman gerzt öhlýðnir, ruddalegir og guölöstunarfullir. Á kvöldin vildu þeir dansa við kon- urnar, sem voru dauðþreyttar eftir ferðina, og þegar þeim var hafnað, dönsuðu þeir við hvern annan, æpandi og látandi öllum illum látum. Brigham gTamdist þetta, en þegar hann fór að hugsa um, að þetta voru hans heilbrigðustu og hraustustu menn, fannst honum eðlilegt, að þeim gengi illa að vera kvenmannslausir viku eftir viku, og lét hann kyrrt vera. Mennirnir spurðu stöðugt að því, hvort þeir væru komnir úr Bandar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.