Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 110
108
TjRVAL
stjómarliðsforíngjunura rnjög til
ama.“
Þessi undarlega játning vakti
rneiri undrun e.ri sjáifur fiótti dómar-
ans. Kaidhæönir bíaöamenn gerðu
sér mat úr þessu og heimtuðu upp-
lýsingar um, hvað hann setti við með
þessu. Haföi hann verið í kjmferðis-
legri sveltu? Hafði aumingja maður-
inn flúið umdæmið vegna þess að
hann félck engan kveiinmann?
Þegar Brigham las blöðin frá
austurríkjunum var honum skemmt.
Hann sagði við Heber: „Það lítur íit
fyrir, ao þessi blessaður dómari hafi
veriö okkur þarfur. öil þjóðin hlær
að honum." Siðan bætti hann við i
alvörurómi: „Heber, nú er kominn
timi til að gera fjölkvænið uppskátt.
Við höfum haldið þvi of lengi leyndu.
Það er eins gott að játa þaö, úr því
að allur heimurinn talar um það.“
En jafnvel Brigham sjálfur sá ekki
fyrir hvílíkt uppþot þetta hafði í för
með sér, bæði heima fyrir og að
heiman. Þegar hann gerði málið að
umtalsefni á fjöldafundi þann 29.
ágúst 1852 og las upp opinberunina,
sem Jósep hafði fengið, urðu áheyr-
endurnir þrumu lostnir.
Ailir trúbræðurnir höfðu fyrir
löngu heyrt orðróminn um fjölkvæn-
ið, en fiestir þeirra höfðu álitið hann
slúðursögur einar. Níi komust þeir
að raun um að sögumar, sem gengu
í Nauvoo um Jósep, voru sannar.
Brigham, Heber, Parley og allir hinir
kirkjuleiðtogarnir áttu fleiri en eina
konu. Slík vdtneskja sem þessi fannst
þeim hræðileg — og þegar Brigham
leit yfir hópinn, sá hann reiði,
hræðslu og viðbjóð á hverju andliti.
Fundarmenn stóðu á fætur og gengu
út úr salnunt.
Næstu vikur á eftir gengu margir
af trúnni. Sumir tóku búslóð sína og
fóru tii Kaliforníu. Aðrir voru kyrrir
til þess að gera samsæri á móti for-
ingjunum, er þeir litu riú á sem djöi'la
i mannsmynd. Blað nýlendumanna
birti opinberunina og blaðamenn S
eystri rílcjunum lásu hana. Þeir
fylitu nú aftur dálka sina af last-
mælgi og niði og prestarnir hófu sinn
gamla söng frá prédikunarstólunum.
Margir þingmenn töluðu digurbarka-
iega um herferð til þess að tortíma
Mormónunum, og frambjóðendur lof-
uðu að uppræta þessa „viðbióðslegu
kvennabósa" og þetta „girndarfulla
frillulíf."
Brigham hafðí látið trúbræðurna
reisa fyrir sig tvö stór hús. Annað
var nefnt Hús Ijónsins, vegna þess að
Brigham gekk undir nafninu „Ljón
drottins." A efri hæðinni í þessu aí'-
langa húsi voru vöggustofur fyrir
börn, en á neðri hæðinni var mat-
stofa, vefstofa og þvottaherbergi,
aulc herbergja fyrir nokkrar af
eiginkonum hans. Hitt húsið var
kallað Býkúpan vegna þess að hun-
angið hafði verið gert að tákni fyrir
sparsemi trúbræðranna og iöjusemi.
í þessari byggingu voru stjórnar-
skrifstofur hans og svefnherbergi og
sömuleiðis svefnherbergi margra
eiginkvenna hans.
Brigham var hreykinn af nýju
borginni og öliu því, sem hafði verið
gert í dalnum þessi fáu ár. Hið raikla
bænahús var töfraverk i sjálfu sér,
því undir hvolfþakinu, sem var 126
fet á hvern veg, var enginn stólpi.
Bergmál hússins vakti furðu allra
sem heyrðu. Norðaustur af bænahús-
inu var byggt voldugt musteri. Em-
hvern tíma, ef til vill eftir hans dag.
mundu ótal gestir koma og undrast
iðjusemi og snilld þessa fólks, sem
hafði reist hér á eyðimörk slíkt
minnismerki og tákn um trú sína.
Bráðlega hugðist hann reisa leik-
hús, háskóla, sparisjóð, verzlunarhús
og birgðaskemmur.
Já, hann var stoltur af því, sem
hafði verið afrekað. Eyðimörkin
blómgaðist eins og rós. Hvert, sem
litið var, mátti sjá græna matjurtar-
garða og ilmandi blómgarða við hin
hreinu, breiðu stræti. Ríki hans náði
nú út fyrir dalinn og könnunarflokk-
ar hans stofnuðu nýlendur norður
við Kanada, vestur við Kaliforníu og