Úrval - 01.04.1946, Page 111

Úrval - 01.04.1946, Page 111
BÖRN GUÐS 109 SUður að landamæi'um Mexikó- ríkis. Að áliti Brigliams var engin vaendiskona í borginni og hann hugsaði um hina hræsnisfullu utan- kirkjumenn með öll þeirra borgar- stræti full af hórum. 1 einni ræðu sagði hann: „Ef mað- ur segir manni úr kristnum söfnuði, að Mormóni eigi tvær konur, verður hann óicvæða við, samt sem áður leyfa kristnar þjóðir konum að lifa á því að selja sig. í Nev/ York borg einni eru 1500 vændiskonur. Hjá okk- ur er engin; samt gala stjórnmála- rjiennirnir um ósiðsemi okkar.“ Brigham hafði andstyggð á hræsnurum, sem voru sendir til þess að gegna opinberum embættum. Eftir að Brokkus flýði hafði annar komið í hans stað, sem var bæði fjárhættuspilari og svallari. Hann kom með frillu sína með sér og gort- aði af henni í öðru orðinu, en læddi í hinu kjaftasögum í forsetann. Slíkur rnaður kom engu nema illu til leiðar. En skyndilega urðu allar áliyggjur að vikja fyrir bliku, úr annarri átt. Síðan engisprettusumarið fræga, höfðu öðru hvoru orðið smáskaðar af skordýrum. En þegar í byrjun sum- arsins 1855 var útlitið óheillavænlegt. í júnílok var orðrómur um aragrúa af engisprettum vxðsvegar í dalnum. 1 júlí vonx tún og garöar orðin brún, skrælnuð og rykfallin, skurðir og siki voru skráþurr. Og allstaðar voru engisprettur í biljónatali. Þær hengju á vírum og girðingum eins og hræðilegur ávöxt- ur og fylltu kjaiT og runna með iðandi lífi. Hinn mikli fjöldi þeirra sást þó fyrir alvöru þegar þær höfðu fengið vængi. Þær flugu í slíkum breiðum, að dimmt varð um hábjart- an daginn og sólin hvarf með öllu. Þegar fólkið kom út fyrir dyr varð það þakið í engisprettum. Þær sett- ust svo þétt, að ekki sá í fötin og andlit og hendur manna voru ekki nema ein iðandi veita. Þær héngu í augnahárunum, þangað til þær voni þurrkaðar burt. Mönnum lá við æði af hinum krafsandi fótum og flögrandi vængjum. „Máttarvöldin hljóta að vera reið við oltkur," sagði Brigham. „Þau senda okkur ekki nóg af máfum i þetta sinn.“ Þúsundir máfa höfðu að visu kom- ið, en húngur þeirra var mörgum sinnum satt af þessari mildu mergð. Þegar siðasta gangan hafði horfiö til f jalia og daiurinn var hreinn á ný, voru akrarnir eins og sviðnir í eldi. Það var hvorki blað né brum á milj- ón ekrum. Nú kom aftur hræöilega harður vetur fyrir Mormónana. Þegar fyrn- ingum áranna á undan var lokið, tUu menn hrossakjöt, hunda og ketti. Og meðan þeir grófu jurtarætur undan djúpri fönninni, var rógsherfei’ðin gegn fjölkvæninu rekin af kappi í blöðum eystri rikjarma. Þjóðfrægar konur báru það fram, að Mormónar gæfu ungum stúlkum áfengi til þess að tendra ásti'íður þeirra. Brigham sá skrlpamynd af sjálf- um sér, þar sem hann var umkringd- ur 800 hjákonum og var að svipast eftir fleirum með slægðarlegu glotti. Öllu Mormónaríkinu var lýst sem ó- seðjandi losta- og hórdómsbæli, þar sem aliir karlmenn væru flagarar og allar stúlkur svívirtar meyjar. Brigham varð ljóst, að það var ekki nóg að sigrast á hættum eyðimerkur- innar. Hann vai’ð einhvern veginn að vernda fólk sitt frá þeim voða, sem aðrir menn reyndu að stefna gegn þvi. Dagblöðin að austan höfðu oft gumað af því, að aliar Mormónakon- ur mu.ndu sltílja við menn sína, ef þeim gæfist tækifæri. Bi’igham kvaddi sér dag nokkurn hljóðs á fundi og gaf út yfirlýsingu til þess að þagga niður þennan á- burð: „Ég vil, að allar konur, jafnt mínax sem aðrar, viti það, sem ég ætla að segja og skrifi það til Austurríkj- anna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.