Úrval - 01.04.1946, Page 113

Úrval - 01.04.1946, Page 113
BÖRN GUÐS 111 guðs, við biðjumst engrar vægðar nú! Við erum reiðubúin til þess að verja hendur okkar!" Hann tók þeg- ar að skipuleggja vömina gegn stjómarhernum. í>að var á þessum æsinga- og eftir- væntingartimum, sem hrottaiegur harmleikur gerðist; harmleikur, sem setti svartan blett á Mormónanafnið um margra ára bil. í júlí þetta ár fór fámennur hópur utankirkjumanna um borgina á leið sinni til Kaliforníu — menn konur og börn, 138 taisins. Þetta var bezt búna og auðugasta lestin, sem trúbræðumir höfðu séð. Vagnamir voru hlaðnir af dýrum vistum og nautgripirnir, sem þeir höfðu meðferðis, voru hátt upp i þúsund. Ferðafólkið sló tjöldum nálægt Saltavatnsborg. Sumir fóru til borg- arinnar og noklcrir þeirra gortuðu af því, að her væri á leiðinni til þess að tyfta Mormónana, sumir gumuðu jafnvel af þvi, að þeir hefðu sjálfir tekið þátt í hinum fyrri ofsóknum. Fregnirnar um þetta komust i almæli og menn tóku að stinga saman nefj- um um það, að hér væru á ferðinni skríllinn frá Missouri og morðingjar Jóseps Smiths. öll borgin var í upp- námi. Eftir að lestin hafði lagt af stað aftur í suðurátt, sendi Brigham trúbræðrunum boð að veita lestinni engan fararbeina. Þeir áttu að vera óvinveittir á allan hátt, án þess þó, að fjandskapurinn yrði opinber. Þegar lestin fór inn í syðri Mor- mónanýlendurnar — 150 mílur frá Saltavatni — komst það á loft að leiðangursmenn væru nokkurs konar njósnarsveit stjórnarhersins. Þeir ættu að taka sér bólfestu í einhverju grösugu beitilandi, ala nautgripina og bíða komu stjómarhersins. Marg- ir af trúbræðnmum voru bæði hrædd- ir og reiöir, og foringjarnir hófust handa. Isak Haight, hernaðaryfirvald suðurnýlendnanna, og Jolm Lee, hinn grimmi Indíánafulltrúi í Sedrusborg, tóku forustuna í þessu máli. Leiðangursmenn vom nú staddir í litlum dal, sem nefndist Fjallengja- dalur. Þar voru svalar lindir og ágætur hagi fyrir peninginn. Hér kváðust þeir ætla að æja í nokkra daga, áður en þeir færu yfir fljótin. Haight hafði i hyggju að gefa þeim ekkert næði. Hann skipaði Lee að siga Indíánunum á fólkið, og einn morgun komu rauðskinnar að ferða- fólkinu óvöru og drápu eða særðu 20 manns áður en það fengi áttað sig. Tjaldbúar gripu skjótt til riffla sinnaogskutuámóti af slíkum ákafa, að árásarmenn hopuðu úr skotfæri og sendu eftir liðsauka. A meðan bjuggust ferðamennirnir fyrir í vögn- um sínum og bjuggu sig undir að mæta umsáí. Leiðangursmemi sátu í vögmmum í fjóra sólarhringa og horfðu á Indi- ánana streyma að úr öllum áttum og kveikja elda kringum tjaldstaðimi. Það var þá, sem Haight og Lee fundu upp vélráð sín. Þar sem þeir sáu fram á, að mikil manndráp mundu verða, ákváðu þeir, að enginn liinna umsetnu skyldi komast lífs af. Því næst fór Lee ásamt nokkrum mönn- um öðrum inn í tjaldbúðirnar með hvítan fána í höndum til þess að koma svikum sínum í fram- kvæmd. 1 hinu litla vígi lágu særðu menn- irnir í kvölum sínum, nær dauða en lífi af þorsta. Konur og börn voru hálfvitfirrt af hræðslu. Leiðangurs- menn, sem álitu að Lee og félagar hans væru komnir þeim til frelsunar, hópuðust að þeim til þess að snerta klæði þeirra og blessa þá. Margir krupu á kné til þess að biðja guð, að vernda þessa hraustu menn, sem voru að frelsa þá frá Indíánunum. Allir hlýddu þeir skipunum hinna aðkomnu eins og lítil börn. ,,Það er aðeins eitt ráð til þess að frelsa ykkur," sagði Lee og starði á mennina. „Við setjum börnin í blý- vagninn, þá særðu setjum við í hina vagnana, kai-lar og konur geta geng- ið á eftir í halarófu. Við ætlum að bjarga ykkur héðan burt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.