Úrval - 01.04.1946, Page 117
BÖÍII'Í GtTÐS
115
iíia, þeir Mc. Culloch ofursti og L.
W. Powell öldungardeildarmaður frá
Kentuclcy. Pov/ell lýsti yfir með
mildlli viðhöfn, að hann lcærni með
fyrirfefningarboð írá forsetanum.
Brigham athugaði skjalið. „Kerrar
minir,“ sagoi hann. „Leyfið mér að
iesa upp úr því. Forsetinn segir, að
þetta sé ekki krossferð gegn trú okk-
ar. Hann segir: Lög og stjórnarskrá
rikisins geta ekki látið sig noklau
skipta trúarbrögð ykkar, hvort þau
eru sönn eða ósönn. Á því verðið þið
að standa guði ykkar reikningsskil.
Ef þið hlýðið lögunum, lifið í friði og
virðið rétt annara, getið þið vcrið full-
komlega örugg og megið halda ykk-
ar trú.“ Brigham leit á Powell. „Er
þér alvara, að við megum treysta
þessu ?“
„Fullkomlega. Þið hafið orð for-
setans."
„Forsetinn hefir fyrirgefið oklcur
43 glœpi," sagði Brigham og kipraði
varimar, „og vio erum aðeins sekir
um einn.“
„Hvern þeirra?“
„Að hafa brennt birgðalestirnar."
„Við erum ekki hér í málsrann-
.sókn, heldur í friðarsamningum."
„Ef við leyfum hermönnunum inn-
göngu í daiinn ætlið þið þá að’ halda
þeim fyrir utan borgina?"
„Ég lofa því."
Brigham hleypti brúnum. Hann
tniði því ekki, en för til kirkjuleið-
toganna til þess að leita ráða. f>eir
voru sammála um að ganga að skil-
yrðum forsetans.
„Herrar mínir," sagði Brigham við
sendimennina, „það er eitt að gefa
loforð, en annað að halda þaö. Það
er min skoðun að hermennirnir
muni rífa allt niður, sem við höfum
verið að leitast við að byggja upp.
Bn þið heyrið, hvað ráðgjafar mínir
hafa. sagt. Þeir vilja frið og það vil
ég lika, þótt ég sé ekki jafn trúgjarn
og þeir. SSg treysti lítið á þessi lof-
orð. En þrátt fyiir. það megið þið
segja Jolmston að halda inn í dal-
ínn.“
fíödd Brighams virtist vera þreytt
og vonleysisleg, er hann gaf þessa
miklu skipun.
Herinn heldur innreið sina í dalinn.
Brigham var of mikill mann-
þekkjari til þess að treysta loforðum,
sem voru gefin af stjórnmálalegii
nauðsyn. Og þótt herinn færi að öllu
skaplega við komu sína, var Brig-
ham ekki sannfærður. HTann dró sig
af almannafæri, þvi hann bjóst við
að setið yrði um líf sitt.
Herinn hélt suöur dalinn og settist
að í Sedrusdal, þar sem þeir byggðu
Floydvirki. Þetta var stærsti liðsafli.
sem hafði sézt í Bandaríkjunum, á
friðartíma.
áiigham var ljóst, að lítið var
hægt að gera eins og sakir stóðu.
Nú var kominn nýr landstjóri og
óvinveittir dómarar, sem höfðu her
til þess að framkvæma vilja sinn.
Hann mundi verða að bíða. Ef hon-
um skjátlaðist ekki, þá var strið í
uppsiglingu milli Suður- og Norður-
rikjanna útaf þraúahaldinu. Ef það
skylli á, mundi hann taka að nýju
við stjórn Mormónanýlendunnar.
1 tvö ár var hann í nokkurskonar
fangavist, sem hann undirgekkst af
sjálfsdáðum. Hann héit áfram að
stjórna málefrmm safnaðarins, nema
land til suðurs og norðurs og stofna
nýjar kirkjudeildir í öðrum lönduni.
En til þessa hafði liann ekki komiö
auga á neitt ráð til að losna úr klíp-
unni, sem hami var í heima fyrir.
Setuliðið. virtist ætla að sitja áfram
endalaust. Með því hafði komið fjöldi
af vændiskonum og alls konar slæp-
ingjalýður. Blaðamenn og prestar i
Austui’rikjunum hömuðust ennþá á
móti fjölkvæninu og svo mikil var
forvitni meðal íbúa Austurríkjanna,
að fjöldi ábrifamanna kom til að
heimsækja Mormónanýlenduna.
Brigham þótti flestir af þessum
gestum leiðinlegir. Einn þessara
manna var Horace Greeley, sem var