Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 123

Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 123
BÖRN GUÐS 121 og hafði sérvagn. f Ieikhúsinu sat hún með manni sinum í stúku hans, en hinar konurnar sátu á sérstökum bekk. Hún var, eins og hún hafði búizt við, bæði öfunduð og óttuð. Fyrsti miðdegisverðurinn hennar í borðsalnum var ævintýri, sem hefði lamað hugdeigari og þróttminni stúlku. Brigham Ieiddi hana til borðs og hjálpaði henni til sætis. Hinar kon- umar höfðu þegar tekið sér sæti. Það var mjög sundurleitur hópur. Aldursmuriur þeirra var svo mikill, að á meöal þeirra virtist vera dætur, mæður og ömmur. Surnar voru í hjúkrunarbúningi, aðrar samkvæmisklæddar og enn aðr- ar voru klæddar eins og þernur. Er Amelía hafði litið á þær allar, sannfærðist hún um, ao einungis tvær þeirra gætu kallast fagrar, og það fremur fyrir kvenlegan yndis- þokka, heldur en andlitsfall þeirra. Amelía braut heilann um, hvers vegna Brigham hefði kosið svo marg- ar ófríðar konur. Ef til vill var það satt, sem hann sagði, að hann hefði alltaf verið of önnum kafinn til þess að geta orðið ástfanginn, og að hann hefði aðeins skeytt um að fá skynsamar mæður og heilbrigð börn. Af hinum 50 börn- um, sem hann átti höfðu aðeins þrjú verið likamlega veikburða. Amelía fór að hugsa um það, hvort hún mundi nokkurn tíma læra nöfnin á öllu þessu fólki. Það var mjög erfitt, því á meðal dætranna voru margar Elísabetur, Maríur, Emilíur, Sínur, Miríömur og Lovisur. Hún andvarpaði, ef til vill var bezt að reyna það ekki. Sannleikurinn var sá, að Brigham þekkti ekki alltaf öll sín börn. Hann hafði einu sinni spurt drengsnáða. ,,Hver á þig, Ijúfurinn ?“ Þetta var þá nítjándi sonur hans í röðinni. Það var ómögulegt fyrir hann að muna, hvað þeir allir hétu. Hann kunni jafnvel ekki að bera fram nöfn eins og Movianoumur, Shemira, Alfales og Feramorz. Amelía fór að hugsa um það hvað margar þessara kvenna elskuðu Brigham. Hvernig var hægt að vænta þess af þeim, þar sem hann hafði haft svo lítið saman við þær að sælda? Hún vissi að það hafði verið venja hans, að kríta á dyrnar hjá þeirri konu, sem hann ætlaði að heimsækja þessa og þessa nóttina. En stundum breyttu konurnar krítar- merkinu sjálfar og Brigham virtist engu vísari. Hann hafði vissulega ekki í sama mæli og Jósep holdlegan unað af fögrum ltonum. Hann hafði kvænzt þeim af skyldurækni, vegná þess að hann vildi eiga marga af- komendur í öðru lífi. Og þær höfðú gifzt honum vegna hinnar himnesku dýrðar og vegna þess, að hann var spámaður og forseti. „Brigham," sagði hún við hann seinna, „elskar þú hinar konurnar?" „Auðvitað," svaraði hann. „Hvað átt þú við með ást?“ Hann leit á hana. „Hvað átt þú við með ást?" „ó, aðalega blíðuatlot. Líka ósk um að gera eiginmanninn að meiri og betri manni. En þú hefir alltaf verið einn. Nánasti vinur þinn er Heber Kin- ball, en í rauninni hefir þú aldrei átt nána vini. Áreiðanlega ekki kon- urnar þínar. Hefir þú aldrei þurft á vinum að halda?" „Ég býst við, að ég hafi alltaf verið of önnum kafinn.“ „Þú þarft á vinum að halda núna, þess vegna var það, sem þú hélzt, að þú værir orðin ástfanginn í mér. En í raun og veru ertu ekki ástfanginn í mér.“ „Víst er ég ástfanginn," sagði hann. „Þú hefir alltaf verið svo harður," sagði hún og klappaði á hinar stóru sterku hendur hans. „Nú hefir þú lokið verki þinu að mestu og nú vantar þið 'eitthvað annað." „Hvað?" spurði hann og þótti dá- lítið gaman að. „Ef til vill konu. Ég held það sé þess vegna, sem þú komst til mín,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.