Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 126
124
tfRVAL,
hafði gert, á þeim forsendum, að
hann hei'ði haft ólögleg áhrif á kvið-
dómenduma og notað rangar ákærur.
Rétturinn úrskurðaði því dóminn og
alla málsmeðferð ógilt.
Trúbræðumir urðu himinlifandi.
„Þöltk sé guði fyrir Hæstaréttinn"
sagði Brigham. ,,Eg veit ekki, hvernig
lýðræðið gæti verið án hans.“
Hanrí var frjáls maður aftur, en
heilsa hans var á förum og hann sá
fram á, að hann ætti skammt eftir
ólif&ð. Alla þá krafta, sem hann átti
eftir vildi hann helga sameignar-
stofnununum.
Hann gat farið eina ferð enn til
syðri byggðarlaganna, en þegar hann
kom heim var hann svo aðframkom-
inn, að hann varð að leggjast i rúmið.
Fjölskvlda hans og vinir komu til
að biðja honum bata, en Brigham
leit til þeirra og vissi, að hann var
að deyja.
„Syrgið mig ekki,“ sagði hann og
leit þreyttum augum af einum á
annan. „Dauðinn er för til betri
heims. Hvar er John TayIor?“
„Eg er hér, Brigham."
„Þú verður forseti, John. Erfið-
leikamir munu verða miklir. Ef of-
sóknirnar halda áfram verðið þið
allir að fara i fangelsi. Það er hið
eina vopn okkar nú.“
„Já, Brigham."
A sjötta degi virtist Brigham sofna.
Læknirinn þreifaði á slagæðinni og
horfði á nábleikt andlit hans.
„Hann á ekki langt ólifað," sagði
hann.
Konur, börn og vinir hans fylltu
húsið og sjúkraherbergið og biðu.
Eftir nokkra stund tóku varir hans
að bærast, en þeir, sem beygðu sig
niður að honum gátu ekki skilið það,
sem hann sagði. 1 nokkrar mínútur
var hann svo kyrr að sumir álitu
hann vera dáinn. Þá bærði hann var-
irnar aftur.
„Jósep," sagði hann. „Jósep — Jó-
sep.“
Það voru hans síðustu orð.
ÆVI JÓSEPS SMITH.
Jósep Smith, stofnandi Mormónakirkjunnar var fœddur í Nevj York-
ríki, 1805, af fátœku bœndafólki. Fjórtán ára gamall fór liann að „fá
vitranir“ og fékk þá trú, oð gufi hefðikjöriðsig tilaðboöanýjatrú.Hann
safnaði brátt um sig hóp fylgjenda, en jafnframt liófust ofsóknir gegn
honum og söfnuði. hans. Varð það til þess að hann neyddist til að flytja
með söfnuðinn œ lengra vestur á bóginn, fyrst tíl Ohio og síðan til
Missouri. 1 Missouri réðist rikisherínn á söfnuðinn og liandtók Jósep.
A meðan Jósep var í fangelsi fór Brigliam Young, félagi Jóseps, með
söfnuðinn vestur til Illinois, þar sem þeim var vel tekið. Jósep tókst
að strjúka frá fangavörðum sinum og flýði til Illinois. Þar reisti söfn-
uðurinn, undir forustu hans, hina fögru Nauvooborg. 1 Nauvoo blómg-
aðist kirkjan í mörg ár. Jósep byggði musteri og liáskóla skipulagði
her, sendi trúboði víðsvegar út um heim, og um skeið hafði hann jafn-
vel hug á að bjóða sig fram við forsetakjör í Bandarikjunum. Vm
þessar mundir fékk Jósep vitrun um það, að innleiða bœri fjölkvœni
og tók sér sjálfur margar konur. Þó að œtlunin vceri að lialda þessn
leyndu meðal kirkjuleiðtoganna, barst orðrómur um það brátt út og
hófust þá aftur ofsóknir gegn söfnuðinum. Ríkisstjórinn í Illinois
kvaddi Jósep og nokkra helztu lœrisveina hans til að mœta fyrir rétti
og lofaði þeim griðum. Bn þegar þeir komu til yfirheyrsln í Karþagó
var þeim ixtrpað í fangelsi. Múgurinn réðist á fangelsið, brauzt inn og
drap Jósep og jélaga hans.