Úrval - 01.04.1946, Page 127
Mormónakirkjan
síðan á dögum Brighams Young.
Grein úr „Reader’s Digest."
eftir M. R. Werner.
]FyEGAR Brigham Yoimg dó,
tóku áhangendur Mormóna-
kirkjunnar þjóðfélagsskoðanir í
arf til viðbótar þeim trúarsetn-
ingum, sem Jósep Smith hafði
boðað.
Miklar eignir — jarðir, iðn-
fyrirtæki og verzlanir voru nú
komnar í hlut kirkjunnar.
Meira en 60 ár eru nú liðin
frá dauða Brighams Young.
Hvaða breytingar hafa orðið
á kirkjunni?
Nú í dag er kirkjan voldugri
en nokkru sinni fyrr, bæði f jár-
hagslega og að meðlimatölu.
Hún heldur enn fast við hlýðni
sína við einn foringja í bæði
andlegum og veraldlegum mál-
um. Að formi til virðist litlu
breytt. En hin forna óvild milli
„trúbræðranna" og „utankirkju-
manna“ er horfin. Þar sem Mor-
mónar voru einu sinni ofsóttir
og kallaðir óamerískir, eru þeir
þvert á móti nú lofaðir fyrir
hinar amerísku dyggðir: iðju-
semi, sjálfstraust og sparsemi.
Núverandi forustumaður
kirkjunnar, Heber Jedediah
Grant, sonur eins af ráðgjöfum
Brighams Young, varð í eitt
skipti að flytja þrjár af konum
sínum úr landi til þess að forð-
ast ofsóknir fyrir fjölkvæni.
En á tuttugasta vígsluaf-
mæli hans 1938 var hann heiðr-
aður með stærstu veizlu, sem
sést hafði í Utah — og var hún
haldin af utankirkjumönnum.
Fjölkvænið olli rniklum deil-
um á fyrstu dögum kirkjunnar,
en er nú hætt að vera deilu-
mál.
Árið 1880 lýsti Hæstiréttur
yfir, að andfjölkvænislögin til-
heyrðu stjórnarskránni. Nokkru
síðar afneituðu trúbræðumir
kenningunni opinberlega.
Eignir Mormóna, sem upp-
tækar höfðu verið gerðar, voru
afhentar aftur, og 1896 fékk