Úrval - 01.04.1946, Page 129
MORMÖNAKIRKJAN SÍÐAN Á DÖGUM BRIGHAMS YOUNG 127
sterk auðfélög, sem kirkjan á
og setur hana á bekk með
helztu auðfélögum landsins.
Þessi breyting er eðlileg, en
hún hefir kastað nokkrum
skugga á hið biblíulega ætt-
feðravald. Sem stendur er eftir-
maður hins eldheita dulspek-
ings, Jóseps Smith, fram-
kvæmdastjóri Kyrrahafs-jám-
brautarlínunnar, formaður fyrir
bönkum, forseti nokkurra hluta-
félaga og sykurkóngur.
Sykurrækt er aðal-atvinnu-
rekstur kirkjunnar. Ræktanlegt
land er af skomum skammti í
Utah, en f jölskyldumar stórar.
Sykurrófurnar gefa meira af
sér en nokkurannarakurgróður,
og kref jast geysimikillar vinnu.
Wilford Woodruff, annar for-
seti í röðinni eftir Brigham, sá
þetta og ákvað að sykurrófurn-
ar væm heppilegasta nytjajurt-
in fyrir Mormónabændur. Heb-
er Grant útvegaði 100.000 doll-
ara lán til þess að reisa fyrstu
sykurverksmiðju kirkjunnar.
Nú er kirkjan fjórði stærsti
sykurframleiðandi Iandsins.
Það hefir valdið Grant for-
seta áhyggna síðustu árin,
hvemig sjá eigi ungum Mor-
mónum farborða og hvemig
annast eigi fátækraframfærsl-
una. Dagblað kirkjunnar The
Desert News, áætlaði nýlega að
1200 ungir Mormónar hyrfu
burt úr Utah á ári hverju. Þeir
verða oft viðskila við kirkjima.
Fyrir tíu árum var útflutningur
fólks óþekkt fyrirbæri í Utah.
Straumurinn var í öfuga átt..
En ungir Mormónar í Utah geta
ekki Iengur fengið jarðir, því
vatn til áveitu er mjögtakmark-
að. Kirkjan hefir hafið tilraun
til að leysa þetta vandamál með
því að kaupa land í Oregon,
Kaliforníu, Arizona og Nýja-
Mexikó og býður nú þegnum sín-
um 30 til 35 ekra jarðir auk
láns til búskaparins.
Til þess að styðja, þá sem fá-
tækari voru endureisti Heber
Grant hin fornu „Birgðahús,"
þar sem Mormónar lögðu inn
f ramyf irtek jur sínar, til geymslu
til hörðu áranna og til þess að
hjálpa bágstöddum. Á dögum
Brighams Young var enginn
látinn synjandi burtu fara, svo
framarlega sem hann vildi
vinna eitthvað til endurgjalds.
Atvinnuleysisstyrkir ríkisins
fóru mjög í bága við stefnu
Grants forseta. ITann sagði að
beinir styrkir slæfðu sjálfs-
bjargarhvöt Mormónanna.
Kirkjan hefir því komið á sínu