Úrval - 01.08.1946, Blaðsíða 34

Úrval - 01.08.1946, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL aður um glæp, sem var nógu stór til að vekja áhuga konungs- ins, var gefin út opinber tilskip- un um, að á tilteknum degi yrði gert út um örlög hins ákærða á leiksviði hins konunglega hring- leikhúss. Þegar fólkið hafði fyllt öll sæti, og konungurinn var setzt- ur í konungsstúkuna, umkringd- ur af hirðinni, gaf hann merki; á sviðinu fyrir neðan hann opn- aðist hurð og hinn ákærði gekk fram á sviðið. Andspænis hon- um, hinum megin við hringsvið- ið, voru tvær hurðir hlið við hlið og nákvæmlega eins. Það Amru forréttindi og skylda hins ákærða að ganga beint að þess- um hurðum og opna aðra þeirra. Hann mátti opna hvora hurð- ina sem hann vildi: það var ekk- ert gert til að hafa áhrif á hann, hann var engu háður nema hinu óhlutdræga lögmáli tilviljunar- innar. Bak við aðra hurðina beið hungrað tígrisdýr, grimmasta og villtasta tígrisdýrið, sem hægt var að finna á hverjum tíma, og ef hann opnaði þá hurð, stökk það á hann og reif hann á hol; það var refsingin fyrir hinn drýgða glæp. Á sömu stundu og dómurinn var þannig uppkveð- inn, kvað við harmþrunginn bjölluhljómur, og kveinstafir bárust frá hinum leigðu syrgj- endum í yztu sætunum, og á- horfendurnir stóðu upp niður- lútir og héldu heim, lostnir har-mi yfir því að svo glæsilegt ungmenni eða svo virðulegur öldungur skyldi hafa unnið til svo hryllilegra örlaga. En ef hinn ákærði opnaði hina hurðina, birtist mær, sem hæfði stöðu hans og aldri og konungur hafði valið úr hópi þegna sinna. Og á samri stundu var hún gef- in honum að eiginkonu sem laun fyrir sakleysi hans. Það skipti engu máii þótt hinn ákærði ætti konu og fjölskyldu fyrir, eða þótt hann hefði fellt ást til ann- arrar meyjar: konungurinn þoidi ekki að slíkir smámunir hefðu áhrif á fyrirætlanir sínar. Athöfnin fór frarn samstundis. Önnur hurð fyrir neðan kon- ungsstúkuna opnaðist og út kom prestur ásamt hóp söng- manna og dansmeyja, sem blésu fagnaðarsöngva á gyllta lúðra. Fylkingin barst þangað sem mærin og hinn ákærði stóðu hlið við hlið og presturinn gaf þau saman í heilagt hjónaband. Þá kvað við fagnandi bjölluhljóm- ur, og áhorfendur hylltu hinn saklausa mann með fagnaðaróp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.